Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Boxer hundur var skotinn(ég mundi segja myrtur) rétt við Bala útivistar svæði fyrir hunda í Garðarbæ. Hefur verið fjallað um þetta máli í bæði Dv og Fréttarblaðinu í dag 25 Mars og ég ætla ekkert að fara að bæta við það. Það hlýtur að vera einhvað mikið að Guðjóni Jósepssyni bónda í Pálshúsum sem skaut hundinn og er þessi verknaður óafsakanlegur í mínum augum.
Hundurinn sem var drepinn heit Max og var góður vinur minna hunda svo og er eigandi hans vinkona mín, þegar ég bjó í Hafnarfirði þá fórum við Kolla oft saman með hundana okkar út á Bala og náði ég því að kynnast Max nokkuð vel.
Max var sá stærsti og glæsilegasti Boxer hundur sem ég hef séð auk þess sem hann var ljúfur, blíður og sérstaklega skemmtilegur hundur og mér þótti voða vænt um hann.
Ég vil senda samúðarkveðjur til Kolbrúnar og fjölskyldu ég veit að þetta er mikil og óbætanlegur missir sem þau hafa orðið fyrir og ég finn innilega til með Kollu sem var vitni af þessu ódæðis verki.
Elsku Max takk fyrir alla þá ánægju stundir sem ég og hundanir mínir fengu að njóta með þér.
Hvíldu í friði elsku karlinn minn