Hvolpaþjálfun hvolpaþjálfun.
Núna hef ég þjálfað nokkra hvolpa í gegnum tíðina og vil minna á nokkur atriði sem eru nytsamleg í hvolpaþjálfun.

Mjög mikilvægt er að kenna hvolpinu alveg frá byrjun að ganga í ól og ganga við hæl. Helst á ræktandinn að vera byrjaður á grunnþjálfun svo að hundurinn sé ekki alveg ókunnur ólinni þegar hann fer í hendur nýrra eiganda.
Auðvelt er að kenna hundum að ganga í ól og við hæl.
Ég kýs að nota gotterí handa mínum hvolpum en mörgum hentar vel að nota mikið hrós eða klikker þjálfunina.
En þegar hundurinn gerir rétt að hrósa honum vel fyrir.

Svo með það þegar á að venja hund að gera sínar þarfir utandyra, þá er að fara sem oftast út með hundinn á dag. og þegar hann gerir þarfir sínar að hrósa honum vel fyrir.
Einnig ef að hundi hefur verið kennt að gera þarfir sínar úti þá á að refsa honum harðlega sé hann gómaður við að gera það inni.

til að venja hund við að vera lausan en að koma til ykkar er gott að vera með lengjanlega ól, þannig að hundurinn hafi gott frelsi til að hlaupa um en hann sjái samt enga leið aðra en að koma til ykkar þegar hann er kallaður inn.
Þá skal hrósa hundinum gífurlega(samt ekki yfirþyrmandi) þannig að hundurinn hugsi : Vá hvað það er gaman að vera hjá henni!!
Auðvitað á ekki að sleppa hvolpi nema að sé hundrað prósent viss um að hann komi til ykkar því að það er margt í þessum heimi sem gæti hrætt lítið hjarta.

Síðan er mjög mikilvægt að hundurinn umgangist bæði aðra hunda og aðrar manneskjur.
Hann þarf að læra að bera virðingu fyrir eldri hundum því skal láta hann hitta eldri hund sem “tuskar” hann til en meiðir hann ekki. Þið verðið að bera fullkomið traust til eldra hundsins.
Mikilvægt er að ef að það eru hundar á heimilinu að hann hitti aðra hunda en þá. Mikilvægt er að halda þessu ferli áfram í gegnum uppvaxtarár hundsins. og í rauninni í gegnum allt líf hundsins er mjög mikilvægt að hann hitti regluglega mismunandi hunda og tegundir.
einnig er mikilvægt að hundurinn læri að umgangast aðrar manneskjur en fjölskyldu þína.
Látið gesti krjúpa á hnén til að klappa hvolpinum vel, en ekki of mikið klappa of mikið bara rétt til að hann sé forvitinn en ekki yfirþyrmdur. Gætið þess ef að hvolpur er hlédrægur að ekki séð brosað og staðið yfir honum því í virðingastiga hunda þá er árás táknuð með að sýna tennur og gera sig æðri og þannig upplifir hundurinn akkúrat manneskju sem stendur yfir honum og talar við hann.

Einnig gildir þetta með önnur húsdýr svosem ketti og minni búradýr.

og að lokum er að þegar hvolpur (og hundar yfirhöfuð,) þetta gildir samt sérstaklega um hvolpa að þá á aldrei undir neinum kringumstæðum að skamma hund með nafni hans.
Þá tengir hundurinn það að sé nafnið hans kallað þá fylgi eitthvað slæmt eftir.
Því á ætið að nota ákveðin bannorð sem hundurinn er fljótur að læra svo sem NEI.


Og að lokum það halda eflaust margir að þeirra hundur sé mekilega gáfaður og dreg ég það alls ekki í efa en málið er samt að hundurinn skilur ekki heilu bannsetningarnar.

Það er auðveldara að segja við hund : NEI !
heldur en að segja : nei snati þetta leðursófasett kostaði 400.000 krónur og þú ferð ekki með þinn loðfeld hér upp..
Svo dæmi sé tekið.

Þannig vil ég enda þetta og minna fólk á að staðsetja hundana sína þar sem þeir eru minnst varir við flugeldana á gamlársvköld og að það er mjög hættulegt að vera með ungan hvolp með sér úti á gamárskvöld.

Takk fyrir.

Og þeir sem vilja framhald þá get ég glaður komið með meira.
————————