Ég hef mikið verið að spá í því hvort að sumum finnist blendingar eitthvað verri hundar en hreinræktaðir?
Mér persónulega finnst ekkert að blendingum ég á einn sjálf sem er blanda af Golden Retriver og Border Collie og hún er einn sá besti hundur sem ég þekki! Hún er rosalega hlýðin og góð geltir næstum aldrei, gengurr alltaf í hæl. T.d á ein vinkona mín á svona Cavalier King Charles Spaniel sem er 4 ára en er gjörsamlega allgjör leiðindagrís! Hann hættir næstum aldrei að gelta, hann er rosalega óhlýðinn, það er rosalega pirrandi að hafa hann í bandi og svo þegar pósturinn kemur inn um lúguna heima hjá henni þá verður maður helst að hlaupa strax að póstlúgunni svo að hún tæti bara ekki allan póstinn. Svo er önnur vinkona mín sem á hreinræktaðan Íslenska fjárhund hún hættir heldur aldrei að gelta og er bara alveg snarklikkuð! Svo er það einn vinur min sem á blending sem er tík og hún er ljúf og góð en geltir samt svolítið mikið.Ég er hér með að vitna í einn kork : “aumur blendingur” sem ein ung stúlka skrifaði en ég verð að seigja fyrir mitt álit eru svokallaðir “ruslatunnuhundar” ekkert verri hundar yfir höfuð!