Ég á Boxer/labrador blending sem vill helst ekki sjá þurrmat, (við erum búin að prófa 6 mismunandi tegundir af þurrmat)nema eina helst hef honum er blandað við blautmat. Hann borðar mikið ef honum finnst maturinn góður (t.d ef ég set hakk í þurrmatinn os.frv) Vandinn er að hann fær niðurgang af flestum blautmat og vill ekki sjá þurrmat eina og sér.
Hann er allt of grannur þó svo að ég gefi honum að borða 3 á dag (ég tek það fram að hann fær mikla hreyfingu enda þrífst hann á því. Þar að leiðandi brennir hann mikið) Það sem ég vildi spyrja er hvort einhver þarna úti væri með góð ráð til að fita hann. Ég er búin að tala við 3 dýralækna sem allir hafa ráðlagt þurrfóður fyrir hunda sem fá mikla hreyfingu en það hundafóður vill hann bara alls ekki sjá.

Einhverjar hugmyndir???

ein ráðþrota