Hver eru uppáhaldsleikföng hundanna ykkar, og hvaða leikir finnast þeim skemmtilegastir?

Uppáhaldsleikfang hundsins míns er skærgulur mini fótbolti sem er með ca 100 götum á núna eftir að hundurinn tók ástfóstri við hann.
Þennan bolta nennir hann að þvælast með hægri vinstri og er vanalega það fyrsta sem er náð í þegar gesti ber að garði.
Ef ég segi við hann “hvar er boltinn?” þá hleypur hann
og fer að leita að honum og kemur ekki fyrr en boltinn er fundinn!
Hann á líka svona tannhreinsi kaðal sem honum finnst mjög gaman að leika sér með, hann vill helst togast á við okkur með þeim kaðli, en það er sjaldan gert vegna þess að hann vinnur togkeppnina í 50% tilvika (ekkert voðalega sniðugt uppeldislega séð)

Þegar við erum úti þá finnst honum skemmtilegast í heimi að sækja bolta, hann tekur það framyfir að leika við aðra hunda.
Hann er ánægðastur ef við hendum bolta út í á fyrir hann, en við gerum það nú ekki mikið því það er farið að kólna svolítið og hann er alger kuldaskræfa.

Mér finnst eiginlega mest gaman að sjá hvað hann breytist þegar maður leikur við hann, hann verður eins og lítill hvolpur og fer að hoppa og skoppa út um allt, svo þegar við erum hætt að leika þá er hann vanalega alveg búinn á því og sefur heilllengi á eftir … ekki beint hægt að segja að hann sé með mikið úthald :)

Endilega komið með innlegg um uppáhaldsleikföng og leiki hundanna ykkar, svona aðeins til að hressa upp á andrúmsloftið hérna á hugi.is/hundar :)
———————————————–