Þið trúið ekki því sem að ég er búinn að vera að lenda í. Þannig er mál með vexti að ég set stundum blautmat útá kornin hjá hundinum mínum til að auka matarlistina og hef ekki haldið mig sérstaklega við eina sérstaka tegund, heldur kaupi bara það sem er næst hendi. Þetta er þó að breytast því ég hef verið að brenna mig á því núna í þrígang að ein tegundin er með einhverju ógeði í. Fyrst sá ég pappír ofan í matnum, sem mér fannst ósmekklegt en allt í lagi mistök koma fyrir. Síðan lennti ég í því aftur og varð pirraður og sór þann eið að kaupa þennan hundamat aldrei aftur. Átti samt eina dollu eftir, og ég sver þar ofan í sá ég mesta viðbjóð sem að ég hef séð! Ég sá lítin húðbút með dökkum hárum. Ég er ekki að djóka. Ég ældi næstum. Þetta leit helst út fyrir að vera af ROTTU. Ég vill ekkert vera að segja til um hvaða tegund af mat þetta var, en ef einhver vill vita það get ég sagt honum/henni það á maili. Þetta er ekki einhver ódýr austantjalds matur þetta er eitt af, ef ekki stærsta, hundamatsfyrirtæki í heimi. Mér þætti gaman að vita hvort einhver annar hefði lennt í svipaðuðu?
Kveðja zzzofandiii