Þetta byrjaði óskup skemmtilega, ég var bara á fullu í því að blanda geði við anað fólk og hunda auðvitað og hafði gaman að =) Tító var auðvitað bara að leika við hunda þessa fólks í kringum okkur. Like 2 tímur seinna kom eldri maður með 4 hunda, þrír þeirra voru hvolpar svo auðvitað hafði Tító meira gaman af þeim en hinum þar sem hann var stóri kaddlinn og gat ráðið yfir hinum. Þeir voru bara eitthvað að leika sér þarna í kringum okkur svo ég hélt bara áfram að tala við þetta fólk.

Skömmu seinna eða örfáum mín. bara þá var hann horfinn ásamt manninum gamla og hundunum hans svo ég fór bara að leita að honum því það var kominn tími til að koma sér heim. Ég leitaði um alla eyju, við allar árnar í kring og um bara allt en ekkert bólaði á Tító eða gamla kallinum með hundana. Ég kallaði og kallaði og flautaði á hann en það gekk ekkert. Þegar ég var búin að vera að þessu í rúman klukkutíma þá fór ég inní bíl og ákvað að keyra þarna hringinn til að tékka á honum því ég var orðin svo máttlaus af hræðslu að ég gat varla staðið í lappirnar lengur. Þegar það var búið að keyra nokkra hringi þarna heyrði ég í honum, rauk ég út úr bílnum og fór að leita.. þarna var hann og alveg að farast í sárum sem hann er búin að vera með í fótunum í nokkra daga. Þegar hann sá mig svo hljóp hann beint til mín og stoppaði svo með loppurnar á maganum á mér og kyssti mig alla fram og til baka eftir þetta rauk hann svo uppí bíl, lagðist fyrir og steinsofnaði.
En ég bið ykkur lesendur góðir að fylgjast betur með hundinum/unum ykkar sem ég hef greinilega ekki gert þarna.


Ég biðst velvirðingar á hvað þessi grein er illa skifuð á allan hátt en ég tók þetta bara beint af blogginu mínu þar sem ég er svo sannarlega ekki að vanda mig við þetta. En samt sem áður vona ég að þetta skili meintum tilgangi.

Kveðja, NiceLady og Tító