Fá hundar martraðir?? Ég vaknaði upp núna um daginn við það að Tító minn var að gelta sem hefur ekki gerst nema 2var síðan ég fékk hann fyrir rúmu ári síðan. Ég kveikti ljós og teigði mig að honum til að tékka á honum, en þarna lá hann alveg steinsofandi og hrauteinsog er víst ekkert ótýtt með boxera. Inná milli hrotnanna komu allavegana væl og gelt jafnvel grátur svo hristist hann allur til og skalf. Ég hef átt allnokkra hunda um ævina en enginn þeirra hefur látið svona. Þess vegna get ég ekki annað en spurt.. “er þetta eðlilegt?”