Ég á einn hvolp sem heitir Kolka, hún verður 3 mánaða 26 júní og er búin að vera hjá okkur í ca. 3 vikur.
Hún er blanda af labrador, irish setter og golden retriver, mamma hennar blanda af irish setter og golden retriver en pabbi hennar er svartur labrador.
Og hún er svort á litin með pínu lítið hvítt á bringunni og pínu lítið hvítt á aftari fótunum.
Hún er eiginlega allveg húsvön, hún biður um að fara út, en slys geta allveg komið fyrir.
Hún nagar líka allt og alla og þegar hún kemst í stuð þá ræðst hún á mann og ætlar allveg að bíta mann til blóðs.
Hún gjörsamlega elskar að borða matinn sinn og ef hún er svöng situr hún fyrir framan matardallinn sinn og vælir.
Hún sefur líka mest alla nóttina en vaknar oftast mjög snemma á morgnanna.
Hún á margt dót en hún kemur oft inn til mín og reynir að stökkva upp í rúmið mitt en kemst ekki allveg strax, en þá byrjar hún að leita að einhverju skemmtilegu og þefar mikið svo loksins finnur hún oftast einhvern bangsa og hleypur með hann framm og nagar hann.
En nóg komið af henni í bili.
audurfil
Whoever said you can't buy happiness forgot little puppies. ~Gene Hill