Það var hundur sem að réðst á vin minn í dag, þeir voru í tennis og leika sér, hundurinn kom til þeirra og hoppaði svona að tennisspaðanum hjá vini mínum, og var vingjarnlegur og vildi leika sér, en svo fór hann aftur í garðinn sinn.
En svo seinna eftir nokkra stund kom hundurinn og glefsaði í vin minn, sem að ég nefndi fyrr, en hitti ekki, en svo lenti annar vinur minn fyrir barðinu á honum og var bitinn og fær sennilega ör eftir þetta, hann þurfti að fara uppá slysó og honum var ekki skemmt, kerlingin sem að átti hundin sagði að þeir voru að espa hundinn, þetta er tennisvöllur bara inní miðju húsasundi, og þeir að leika sér í tennis, og hundurinn kemur útúr garðinum í engri ól og bítur vin minn, og kerlingin kennir þeim um.

Er þetta eitthvað eðlilegur hundur og eðlileg kerling?