Síðastliðinn laugardag eignaðist ég Beagle hvolp sem skírður var Fróði. Oftast eru þeir dökk brúnir, hvítir og rauðir en Fróði minn er aðeins rauður og hvítur.
Hann er þvílíkt mikið krútt og með allveg hrikalega löng eyru! Fróði er mjög góður hundur en er stundum með einhverja töffarastæla og byrjar að “hummpast” á fólki og öðrum hundum….:S þannig að við höfum ákveðið að láta gelda hann!

Beagle hundar eru mjög hraustir og verða nánast aldrei veikir, en sagt er að þegar á að svæfa þá fyrir t.d. aðgerðir þá þurfa þeir mjög stórann skammt sem á við mjög stóra hunda. þeir eru doltið strokugjarnir en það minnkar þegar hundur hefur verið geldur! Einnig eru þeir mjög barn góðir og ljúfir hundar!

Fróða fengum við á Kjalarnesi frá Mánaskinsræktun…. í því fyrsta vissum við ekki að mánaskin væri frá Dalsmynni og við vildum náttlega aldrei hund frá Dalsmynni! Þetta var þannig að mamma sá auglísingu um að Beagle hvolpur væri til sölu svo mamma hringdi, konan sagði að hún væri ræktandi hundsins, en hann hafi verið seldur annari fjölskyldu en eigandinn hafi fengið ofnæmi!
við förum uppettir og kíkjum á hvolpinn og náttlega urðum veik! en á heimilinu voru bikarar og metalíur á veggjum fyrir hunda og myndir af börnum hennar og hundum þeirra, en það sem skrítna var að á heimilinu var enginn annar hundur er hann Fróði! og ekkert merki um það að hundur ætti heima þar! Við kaupum hundinn og förum með hann heim. seinna um kvöldið fer mamma að ransaka þetta betur og kemst þá að því að þessi kona sem seldi okkur hundinn var dóttir Ástu sem á Dalsmynni! og auðvita vorum við svekkt, en öllu skiptir það máli að eiga góðann hund og það eigum við!
*Lifi rokkið*