Sælt verið fólkið.

Um daginn fór ég með hundana mína tvo upp á geirsnef, það var brjálað gott veður og fólk var úti með hundunum sínum. Síðan kom bíll, hann hleypti hundinum út úr bílnum og byrjaði að keyra hringinn.

Mér persónulega finnst þetta mjög alvarlegt mál, bæði því ég hef verið vitni af því að keyrt hafi verið yfir hund (þ.e. yfir löppina) og svo bara í fyrra dó einn því það var keyrt yfir hann.
Svo stofnar þetta einngi öðrum hundum í hættu.

Mig langaði að vita hvort eitthvað hafi verið gert í þessu eða hvort eitthvað verður gert í þessu.
Langar líka heyra fleiri athugasemdir um þetta.