Hæ hæ
Nú erum við loksins komin með hvolp, hann Jón okkar. Hann er blanda af labrador og border kollý, (alveg rosalegt krútt ).
Hann er reyndar rosa lítill, aðeins 5 vikna. Mamman vildi ekki hafa hvolpana lengur, hún var orðin svo horuð og farið að blæða úr spenunum .
Þó hann sé lítill er hann rosa sprækur og algjör prakkari. Svo þegar hann er búinn að pissa eða kúka á gólfið horfir hann á mann með þessum stóru fallegu augum, og maður bráðnar alveg.
Þetta er nú reyndar bara annar dagurinn sem hann er hjá okkur, og ég er alveg ósofin. Hann vældi samt ekki mikið í nótt, var bara svo sprækur og alltaf að pissa, að maður gat enganvegin sofið. Ég tímdi heldur varla að loka augunum, því mig langaði bara að horfa á hann .

Maður er samt soldið óöruggur með hann því hann er svo rosalega lítill .
Eina sem ég er búin að fá að vita er að ég eigi að baða hann í fyrsta lagi þegar hann er 8 vikna, og fara með hann í skoðun þegar hann er 8 vikna. Svo var mér sagt að setja smá mjólk útí hvolpafóðrið hans til að mýkja það og gefa honum svo mjólk í skál einu sinni á dag.

Ef þið getið gefið mér einhver fleiri ráð fyrir hvolpa sem eru teknir of snemma frá mömmunni, þá væri það vel þegið.
kv. Fríða
kveðja Fridel