Núna rétt áðan(05.02. kl 22:30ca) var mamma mín að labba á göngustíg á milli rimahverfisins og kirkjugarðarins.
Þá kom allt í einu hundur út úr myrkrinu,ca 65-70 cm á hæð,svartur og svona grásprengdur einhvern veginn.

Allavega… þá byrjaði hann að urra og gelta á hana, fór á afturlappirnar eins og hann væri að búa sig undir að ráðast á hana.
Ef hún ætlaði að labba áfram þá stökk hann í veg fyrir hana, sýndi tennurnar og hélt áfram að gelta.

Mamma mín er nokkuð vön hundum þannig hún byrjaði bara að segja nei við hann, eins og hún væri að skamma sinn eigin hund fyrir eitthvað sem má ekki gera. Meina..hvað er annað hægt að gera við þessar aðstæður…hlaupa??nei hélt ekki!

En allavega..hún einhvernveginn komst í burtu og hljóp alla leið heim,sem er ekki svo stutt og núna er hún og fósturpabbi minn hjá löggunni í rimahverfi og að leita af hundinum.


Þetta er ein ástæðan fyrir því að það eru LÖG að það sé bannað að hafa hunda lausa á almanna svæði.
Hvað ef mamma hefði ekki vitað neitt um hunda og bara hlaupið í burtu? hundurinn hefði sennilega hlaupið á eftir og þessvegna bitið. Ég veit ekkert um það því ég þekki ekki þennan hund!!!

Þetta þarf að stoppa!!!!!!!!!!!!!!
fólk sem er ekki fært um að sjá um hunda,fáið ykkur gullfiska!!!

Þetta er oftar en ekki sama fólkið sem fær sér dóberman eða rottweiler hund, ræður EKKERT við þá og setur óorð á allt hundakynið..!!!

Þetta fólk er eina af ástæðunum fyrir því að þessu kyni gæti verið bannað að vera hér á landi. Þetta er EKKI hundinum að kenna!!! heldur eigandanum!!!!!



Fólk…gerið heiminum greyða og passið upp á dýrin ykkar…þau eru nebbla ekkki fullfær um að gera það sjálf!!!!!!!