Hvað finnst ykkur um að hundurinn sem varnarliðið var að flytja inn þarf
ekki að fara í sótthví í Hrísey eins og þeir hundar sem við flytjum inn.
Er þetta sanngjarnt gagnvart okkur eða hvað?

Þetta mál er algjör skandall og við vitum öll að það er ekki bara gefin
undanþága vegna þess að hundurinn getur ekki verið án þjálfara síns, án
þess að vera grimmur.
Ég held að það sé komin tími til að hundaeigendur hætti að láta traðka á
hagsmunum sínum.

Ég er algjörlega á móti þessari undanþágu nema að hún gangi yfir alla
sem geta sýnt fram á að þeir geti haft sína hunda í sótthví heima hjá sér.

Margrét Rún Einarsdótti