Jæja… það kom loksins að því að fjölskyldan tók ákvörðun um að bæta við fjölskyldumeðlim, nú er bara spurningin hvernig hund eigum við að fá okkur, enda á í þetta skiptið að vanda valið vel. Mér þætti rosalega vænt um ef þeir sem þekkja til eftirtalina hunda, gætu kommentað á kosti og galla við eftirtaldar tegundir, væri ekki verra ef þið vissum um got og verð á hvolpum. Þó ég geri mér grein fyrir að flestir hvolpar í þessum tegundum kosti um 150þ.

<b>Cavalier King Charles Spaniel</b>
Við erum rosalega hrifin af það eiginleikum sem þessi tegund er sögð vera með, en feldumhirða og hárlos stendur aðeins í okkur. Flækjast þeir mikið og fara þeir mikið úr hárum og hvernig er að kenna þeim?

<b>Chihuahua</b>
Hef lengi verið skotin í þessari tegund, meira að segja áður en þetta urðu tískuhundar. En hef heyrt að það sé ómögulegt að kenna þeim og þeir séu upp til hópa taugaveiklaðir? Svo veit ég ekki hvernig muni ganga að vera með Chihuahua og 15.mánaðar gamalt barn og hvort það auki ekki bara á taugaveiklunina ef hún er til staðar. Já og gelta þeir mikið?

<b>Basset Hound</b>
Þessi kemur upp ef við gerum leit á netinu hvaða tegund hentar okkar fjölskyldu best, mér finnst þetta gríðalega fallegir hundar, en þekki voðalega lítið til þeirra né hvað þeir kosta?

<b>Beagle</b>
Munaði engu að við fengjum okkur þessa tegund, enda auðvelt að falla fyrir krúttlega útlitinu. En það er allstaðar talað um að þeir séu þrjóskir og vitlausir og mjög erfitt að kenna?

Smá um að hverju við leitum í fari hunds.
Í fyrsta lagi erum við að leita eftir félaga, hundi sem passar vel með börnum (rúmlega 1.árs og 9.ára) og sem hægt að kenna allar almennar skipanir án geðveikrar vinnu, semsé hunds sem er ekkert gríðalega vitlaus. Það er mikill kostur ef hann fer ekki stanslaust úr hárum og þarf ekki daglega feldumhirðu, það er jafnframt kostur ef ekki þarf að fara með hann út að hlaupa daglega, venjulegir stuttir göngutúrar eru að sjálfsögðu lítið mál.
Hund sem á auðvelt með að elska, hlýða og vill láta knúsa sig, í stuttu máli.

Við áttum blendings Border Collie tík sem varð fyrir slysi og dó :( Þó að hún hafi verið alveg yndislegur hundur og gríðalega gáfuð, langar okkur í aðeins minni orkubolta enda var hún gríðalega atorkusamur hundur sem þurfti mikla hreyfingu og helst hlaup daglega.

Jæja hundahugarar, hvað segið þið? Endilega ef þið vitum um einhverja aðrar tegundir sem falla að þessum óskum okkar látið það flakka.

Kv. EstHe
Kv. EstHer