Sælir,

Þetta er bara hugmynd sem ég er að gæla við. Það verður örugglega ekkert gert í þessu.

Undanfarið hefur verið nokkuð um það að notendur (og þá sérstaklega samstjórnendur mínir (ekki stjórnendur /humor)) hafa verið að kvarta undan grófum myndum sem koma hingað inn. Ekki það að það særi þá, heldur að myndirnar gætu hugsanlega sært aðra, þrátt fyrir að á forsíðu áhugamálsins sé stór viðvörun og þeir sem skoða myndirnar eiga að vita hverju þeir eiga von á.

Finnst ykkur efnið sem kemur hingað inn of gróft? Finnst ykkur að það ætti að setja aldurstakmark á áhugamálið?

Komið með ykkar skoðanir og reynið að koma með rök í leiðinni, en ég vil benda á að þetta er bara pæling, ekkert annað (eins og er).

Kveðja,

Steini.