3 menn koma upp til himnaríkis og á móti þeim tekur lykla pétur.
Hann spyr fyrsta manninn hvernig hann hafi dáið og hann svarar:

ég var lengi búinn að gruna konuna mína um framhjáhald og þegar ég kom snemma heim einn daginn fann ég hana nakta uppi í rúmi.

ég leitaði hátt og lágt um íbúðina að manninum en fann hann hvergi,
þegar ég var búinn að leita í korter heyrði ég öskur koma frá svölunum svo ég fór út á svalir og sá þar mann sem hékk fram af svölunum mínum.
ég öskraði á hann afhverju hann hefði haldið framhjá með konuni minni en hann vildi ekkert kannast við það svo ég lamdi á puttana hans svo hann myndi sleppa takinu.
Hann sleppti ekki svo ég fór inn og sótti sleggju og lamdi á puttana hans.
þá loksins sleppti hann en datt bara niður á næstu svalir fyrir neðan.
ég fór þá aftur inn og sótti ískápinn minn og dröslaði honum út á svalir og henti honum fram af svölunum ofan á manninn svo hann rotaðist og féll til jarðar.

eftir allt púlið fékk ég svo hjartaáfall og dó.

æ æ það var leitt svarar lykla pétur og hleypir manninum inn. hann snýr sér svo að næsta manni og spyr hvernig hann hafi dáið og hann svarar:

Ég var bara á svölunum mínum að leika mér á hjólabrettinu mínu þegar ég missti jafnvægið og datt fram af svalahandriðinu niður á næstu svalir.
ég gargaði á hjálp í nokkrar sekúndur þangað til maður kom út allveg öskureiður og spurði mig afhverju ég hafi haldið framhjá með konunni hans.
ég sagðist auðvitað ekki hafa gert það en þá varð hann bara ennþá reiðari og fór og sótti sleggju og lamdi á puttana mína svo ég datt niður á næstu svalir fyrir neðan.
síðan kom hann með ísskáp út á svalir og henti ofan á mig svo ég féll til jarðar og dó.

æ æ það var leitt svarar lykla pétur og hleypir manninum inn. hann snýr sér svo að næsta manni og spyr hvernig hann hafi dáið en hann glottir og svarar svo:

ég var í næsta húsi að gamna mér aðeins með konu nágranna míns. svo þegar maðurinn hennar kom heim faldi ég mig inni í ísskáp.
END OF LINE