Í lok útskriftarferðarinnar minnar stoppuðum við í Hveragerði. Þá fór ég með nokkrum vinum mínum í Eden, sem flestir ættu að vita hvað er. Allavega, þarna fékk maður sér ís og fór í spilakassa, en mesta stuðið var þó apinn Bóbó. Bóbó er api sem segrir brandara og gefur manni dót þegar maður setur 100kr í hann. Við eyddum slatta money þarna. Hérna koma nokkrir sem hann sagði.


“Afhverju eru hreindýr með horn?”
- “Afþví þau eru svo ljót með rúgstykki!”

“Hvað er hvítt og fer upp?”
- “Klikkað snjókorn!”

“Afhverju eru gullfiskar úr gulli?”
- “Til þess að þeir ryðgi ekki!”

Fariði varlega og passið ykkur á bílunum.