Fín frú var á gangi niðri í bæ þegar hún sér páfagauk úti á stétt fyrir utan gæludýrabúð. Páfagaukurinn horfir á hana og segir: “Hey, fröken! Þú ert hundljót!” Það snarfauk í hana, en hún hélt samt áfram og í vinnuna.

Á leiðinni heim sér hún sama fuglinn, sitjandi á priki fyrir utan búðina og hann segir aftur: “Hey, fröken! Þú ert hundljót!”

Nú er hún brjáluð. Hún stormar inn í búðina og segist ætla í mál við gæludýrabúðina og hún drepi fuglinn ef þetta komi fyrir aftur. Búðareigandinn lofar að gera eitthvað í þessu.

Daginn eftir er páfagaukurinn enn fyrir utan búðina. Hann kallar: “Hey, fröken!”

Hún stoppar og horfir á gaukinn: “Já?”

“Þú veist..”
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.