Hún Sigga litla fæddist blind og var búin að lifa með blindunni í sjö ár þegar móðir hennar sagði við hana á sjö ára afmælisdeginum “Eftir nákvæmlega eitt ár færðu sjónina Sigga mín og færð að sjá alla fuglana, blómin, trén og sólina”.
Og Sigga litla varð rosalega spennt og ekkert gerðu þær mæðgurnar eins mikið af eins og að tala um hvað það yrði gaman þegar Sigga litla fengi sjónina aftur og fengi að sjá blómin og fuglana og blómin.
Þegar aðeins nokkrir dagar voru í átta ára afmælisdaginn var Sigga litla orðin lystarlaus af spenningi og gerði ekki annað en að tala við mömmu sína um það hvað það yrði gaman að fá að sjá sólina og blómin og himininn og alla litlu kettlingana.
Og loks rann dagurinn upp, Sigga litla hafði ekkert getað sofið fyrir spenningi og hún hljóp inn til mömmu sinnar um morguninn og sagði “mamma, mamma, ég á að fá sjónina í dag, hvenær kemur sjónin?”.
Og mamma hennar sagði “farðu út á svalir og opnaðu augun” og Sigga litla fór út á svalir og opnaði augun og fann þá hendur mömmu sinnar leggjast á axlirnar sínar og þá sagði Sigga “hvenær fæ ég sjónina?”
Og þá sagði mamma hennar “1. apríl Sigga mín”.