Maður og kona hans voru strand á eyðieyju í mörg ár. Dag einn skolaði öðrum manni upp á strönd. Nýji maðurinn og kona hins mannsins löðuðust strax hvort að öðru en vissu bæði að vissum reglum bæri að virða. Eiginmaðurinn, aftur á móti, var mjög ánægður með að sjá nýja karlinn. “Nú getum við haft þrjá manns á átta tíma vöktum í eftirlitsturninum, í staðinn fyrir að tveir séu
í turninum á 12 tíma vöktum.”
Nýji maðurinn er meira en fús til að hjálpa til og býður sig fram til að taka fyrstu vaktina. Hann klifrar upp í turninn og byrjar sína vakt. Fljótlega byrjuðu eiginmaðurinn og kona hans að raða steinum í hring, fyrir eldstæði, til að geta eldað mat.
Nýji maðurinn öskrar niður, “Hey, bannað að ríða!”
Þau öskra til baka, “Við erum ekki að ríða!” Nokkrum mínútum síðar byrja þau að setja rekavið í eldstæðið. Aftur öskrar maðurinn niður, “Hey, bannað að ríða!”
Aftur öskra hjónin tilbaka, “Við erum ekki að ríða!”
Seinna, eru hjónin að setja stórar greinar á þak kofans til að laga leka. Enn og aftur öskrar maðurinn, “Hey, ég sagði bannað að ríða!”
Þau öskra tilbaka “Við erum ekki að ríða!”
Loks lýkur fyrstu vaktinni og nýji maðurinn klifrar niður úr turninum og eiginmaðurinn byrjar að klifra upp.
Hann er ekki hálfnaður upp þegar nýji maðurinn og konan byrja að ríða á fullu. Eiginmaðurinn lítur niður úr turninum og segir, “Hvur djöf…, séð héðan, virðist ALVEG eins og þau séu að ríða.”