Einu sinni voru 3 strákar að labba heim úr skólanum þegar þeir sáu gat á grindverki. Þeir ákváðu að kíkja í gegnum gatið og sáu allsbera konu í sólbaði. Þá öskraði einn strákurinn og hljóp heim til sín.

Næsta dag gerðist það sama strákurinn öskraði og hljóp heim til sín. Þriðja daginn gerðist það sama nema að hinir strákarnir stoppuðu hann og spurðu af hverju hann öskraði alltaf og hlypi heim til sín. Hann sagði “Mamma sagði að ef ég sæi allsbera konu myndi ég breytast í stein og eitthvað var orðið verulega hart.

——

Unglingi var boðið í kvöldverð hjá foreldrum vinkonu sinnar í fyrsta skipti. Eftir matinn fór vinkona hans með mömmu sinni fram í eldhús til þess að vaska upp leirtauið, þannig að eftir sat hann með pabbanum og hundinum Hvutta, sem lá undir stólnum hans.

Því miður þá hafði þetta verið frekar þung máltíð svo hann þurfti að leysa vind. Hann hleypti út örlitlu en þó heyranlegu pústi.

“Hvutti!” hrópaði pabbinn.

“Hey, þetta er flott,” hugsaði drengurinn. “Hann heldur að hundurinn sé að prumpa.”

Svo hann hleypti út öðru pústi.

“Hvutti!” hrópaði pabbinn aftur og aðeins hærra í þetta skipti.

Drengurinn hélt að nú væri hann á fríum sjó, svo hann hleypti öllu út með miklum hávaða og tilheyrandi lykt.
”Hvutti!“ kallaði þá pabbinn enn einu sinni. ”Komdu þér undan stólnum áður en strákurinn skítur á þig!"

——