Þetta er kannski ekki fyndið en fékk þetta í tölvupósti
 
> 
>Íslandi allt ! 
>- 
> 
>Veðrið á Íslandi 
>Þetta er eins og veðrið gerist best á Íslandi, svo það er best að byrja 
>hér. 
> 
>+15°C 
>Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga. 
>Íslendingar liggja í sólbaði. 
> 
>+10°C 
>Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. 
>Íslendingar planta blómum í garðana sína. 
> 
>+5°C 
>Bílar á Ítalíu neita að fara í gang. 
>Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni. 
> 
>0°C 
>Eimað vatn frýs. 
>Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra. 
> 
>-5°C 
>Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða. 
>Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á. 
> 
>-10°C 
>Bretar byrja að kynda húsin sín. 
>Íslendingar byrja að nota langerma boli. 
> 
>-20°C 
>Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. 
>Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð! 
> 
>-30°C 
>Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. 
>Íslendingar hætta að þurrka þvott úti. 
> 
>-40°C 
>París byrjar að gefa eftir kuldanum. 
>Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana. 
> 
>-50°C 
>Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum. 
>Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru 
>vetrarveðri. 
> 
>-60°C 
>Mývatn frýs. 
>Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við. 
> 
>-70°C 
>Jólasveinninn heldur í suðurátt. 
>Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt 
>úti. 
>Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar. 
> 
>-183°C 
>Örverur í mat lifa ekki af. 
>Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum. 
> 
>-273°C 
>Öll atóm staðnæmast vegna kulda! 
>Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti. 
> 
>-300°C 
>Helvíti frýs! 
>Ísland vinnur Eurovision!