Stúlka kemur hlaupandi heim úr skólanum og kallar á mömmu sína: Mamma, mamma, í dag lærðum við að telja og allir hinir krakkarnir kunnu bara að telja upp í fimm.Ég kunni að telja upp í tíu. Er ég ekki dugleg, mamma? Jú, segir mamman: er það af því að ég er ljóska? Já, segir mamman. Daginn eftir kemur stúlkan aftur heim úr skólanum og segir: Í dag lærðum við stafrófið. Ég kunni að stafa að H, en hinir krakkarnir náðu bara að stafa að E. Er ég ekki dugleg? Jú, segir mamman. Er það af því að ég er ljóska? Já, segir mamman. Þriðja daginn kemur stúlkan hlaupandi heim úr skólanum og segir: Í dag fórum við í leikfimi. Allar stelpurnar voru með lítil brjóst nema ég. Er það af því að ég er ljóska, mamma? Nei, það er af því að þú ert 25 ára!!!


Ljóska var á gangi er hún hitti tvo stráka. Hey, ef þú klifrar upp ljósastaurinn, færðu 500kr. Ljóskan sló til, en fannst það þó nokkuð erfitt, því hún var í stuttu pilsi. Er hún kom heim til sín sagði hún móður sinni frá viðburðum dagsins, og sýndi henni 500 króna seðilinn. Óttalegt flón ertu´ sagði móðir hennar´þeir vildu bara sjá nærbuxurnar þínar er þú klifraðir upp staurinn.´ En mamma mín, það er í lagi, þar sem að ég er ekki í neinum nærbuxum.´ Sagði ljóskan og ljómaði


Amerískur túristi fór inn á veitingastað í Mexíkó. Hann bað um sérrétt hússins. Þegar þjónninn lagði réttinn á borðið spurði Ameríkanin, “Hvaða kjöt er í þessum rétti?” “Þetta er cojanes, senjor” svaraði þjónnin. “Hvað er nú það?”spurði túristinn. “Það eru eistun á nautinu sem drepið var í nautaatinu í dag.” Túristinn svitnaði við tilhugsunina en ákvað að prófa réttinn samt sem áður. Honum fannst rétturinn alveg meiriháttar góður. Kvöldið eftir kom túristinn aftur á veitingastaðinn og pantaði aftur sérrétt hússins. Eftir að hafa klárað allan réttinn sagði túristinn við þjóninn: “Cojonin í dag eru miklu minni heldur en þau sem ég fékk í gær.” “Það er alveg rétt herra” sagði þjónninn, “það er nefninlega ekki alltaf nautið sem tapar…….”