1.Stilltu litinn á sjónvarpinu þínu þannig að allt verði grænt(svarthvítt) og haltu því staðfastlega fram ,,að þér þyki þetta betra svona.´´

2.Trommaðu á borðplötur og aðra tilfallandi fleti.

3.Syngdu án afsláts stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi.

4.Heftaðu blöð saman á miðri síðunni.

5.Feldu mjólkurvörur á óalgengum stað.

6.Skrifaðu óvænt sögulok á fyrstu síðu skáldsagna.

7.Taktu fram við bílalúguna að þú ætlir að taka matinn með þér.

8.Lærðu Morse-kerfið utan að og ræddu við félagana alfarið með sniðinu ,,Bíp,bíbbbíbb,bíp…´´.

9.Kauptu mikið magn af tannþræði í þeim tilgangi einu að sleikja bragðið af.-

10. Gleymdu Nine Ineh Nails snældunni þinni í hljómflutningstækjum aldraðra ættingja á viðeigandi stillingu.

11.Flautaðu bílflautunni og veifaðu til ókunns fólks.

12.Skiptu alltaf um sjónvarpsstöð þegar örfáar mínútur eru eftir af þáttum.

13.Segðu óáhugaverðar reynslusögur og afsakaðu þig með setningunni :,,Þú hefðir átt að vera á staðnum.´´

14.Vektu sambýlisfólk þitt á hverjum morgni með tónlist Offspring.

15.VÉLRITAÐU EINGÖNGU Í HÁSTÖFUM.

16.vélritaðu eingöngu í lágstöfum.

17.ogekkinotagreinarmerki

18.Kauptu mikið magn af appelsínugulum umferðarkeilum og endurskipulagðu heilu hverfin eftir eigin höfði.

19.Hnýttu jólaskraut í allar flíkur sem þú átt.
FAGURT SKRAUT GLEÐUR
Hvers vegna ættirðu ekki að lífga upp á fötin þín með fallegu jólaskrauti.

20.Endurtaktu allt sem aðrir segja í formi spurningar.

21.Segðu öllum sem þú hittir frá einkasamsæringskenningum þínum um Guðmundar og Geirfinnsmálið, Kennedy-morðið og fljúgandi furðuhluti.

22.Stattu fyrir eftirfarandi samtali 10-15 sinnum í röð:,,Heyrðirðu þetta?´´,, Hvað?´´,,Æ það er farið núna.´´

23.Brenndu neyðarblys á afmæliskökum í barnaafmælum.

24.Ráfaðu milli borða á veitingahúsi og biddu matargesti um að lána þér steinselju.

25.Skoppaðu í stað þess að ganga hvenær sem færi gefst.

26.Húktu yfir öxlum fólks og umlaðu þegar það er
að lesa.

27.Ljúktu við: 100 grænar flöskur, lagið.

28.Settu stefnuljósið á við Ártúnshöfða og aktu alla Miklubraut og Hringbraut á enda á þess að slökkva það.

29.Láttu sem tölvumúsiin sé sími og talaðu í hana í gríð og erg.

30.Reyndu að leika forleikinn af Vilhjálmmi Tell með því að banka í hökuna á þér ,hættu rétt áður en hann er búinn og segðu:Nei, bíddu þetta var ekki alveg rétt, og byrjaðu upp á nýtt.
31.Nefndu hundinn þinn Hund.

32.Segðu fólki að það sé bara til í ímyndun þinni.

33.Spurðu fólk hvors kyns það sé.

34.Svaraðu fólki með setningunni: Svo þú heldur það.

35.Sleiktu kremið af kexinu og skilaðu afgangnum í pakkann.

36.Gerðu þér upp vestfirskan framburð.

37.Segðu í stað þess að ljúka bröndurum : Ég man nú ekki alveg hvað gerðist svo en það var allavega rosalega fyndið.

38.Handjárnaðu þig við húsgögn og segðu við þá sem spyrja að þú viljir ekki detta ef Suðurlandsskjálftinn ríður yfir.
HAFÐU ÞAU MJÚK.
Fátt getur bjargað þér í stóra skjálfta ef þú handjárnar þig ekki við húsgögnin.

39.Veldu ákveðna manneskju, eltu hana um allt og úðaðu skordýraeitri á allt sem hún snertir.

40.Raulaðu leiðinleg lög sem þú veist að fólk fær á heilann.

41.Ljúgðu til um augljósa hluti eins og tíma dags.

42.Breyttu nafninu þínu í Aaaaaajón Jónsson til að geta notið þeirrar dýrðar að vera fyrstur í símaskránni . Haltu því fram að nafnið sé grænlenskt og heimtaðu að fólk beri hvert A sérstaklega fram, skýrt og greinilega.

43.Stattu við Vesturlandsveg og beindu hárþurku að bílum til að atuga hvort þeir hægi á sér.

44.Nagaðu penna sem þú færð lánaða.

45.Skáldaðu upp tækniorð í sambandi við tölvur og atugaðu hvort fólk taki upp eftir þér, til að leyna þekkingarleysinu.

46.Notaðu mjög mikið ilmvatn.

47.Hlustaðu á 33 snúninga plötur á 45 snúningum og haltu því fram að hinn aukni hraði sé nauðsinlegur vegna yfirburða hugsanavinnslu.

48.Syngdu með í Óperunni.

49.Sláðu blettinn með skærum.

50.Endaðu allar setningar á orðunum : SAMKVÆMT SPÁDÓMUM.

51.Biddu þjóninn um aukasæti fyrir ýmindaðan vin þinn.

52.Farðu á ljóðalestur og spurðu eftir hvert ljóð hvers vegna það hafi ekki verið rímað.

53.Horfðu lángtímum saman á snjóbylinn í sjónvarpinu og haltu því fram að þú sjáir falda mynd.

54.Slepptu því að gera eðlilegar tónhæðabreytingar í lok setninga þannig að viðmælendur þínir haldi að þú sért að fara að segja eitthvað og njóttu vandræðalegu þagnarinnar.

55.Horfðu aldrei í augum á viðmælendum þínum.

56.Horfðu stöðugt í augun á viðmælendum þínum.

57.Gefðu til kynna að samtali sé lokið með því að grípa fyrir eyrun.

58.Kallaðu fram tölur af handahófi ef fólk er að reyna að telja.
=F