#1 Hver kemst inn?

Þetta er einn af þessum Himnaríkisbröndurum. LÁTUM VAÐA!

Heimspkeingur, stærðfræðingur og Sibbi lúði dóu. Á móti þeim
tók Kölski.
“Því miður strákar mínir er himnaríki troðfullt í augnablikinu og
einungis eitt pláss eftir þar. Til þess að ákveða hver ykkar fer
þangað ætla ég að biðja ykkur hvern og einn um að leggja fyrir
mig spurningu og ef ég get svarað henni þá farið þið til Helvítis
en ef ég get ekki svarað henni þá farið þið til Himna.” Allir voru
samþykkir þessu.
Heimspekingurinn spurði Kölska: “Hvert rita Sókratesar
inniheldur yfirgripsmesta textann um heimspeki?”
Kölski smellti fingrunum og í því birtist bók fyrir framan hann.
Hann rétti heimspekingnum bókina sem samþykkti að þetta
væri rétta bókin.
“Farðu þá til Helvítis” sagði Kölski og smellti fingrunum.
Stærðfræðingurinn ákvað að vera næstur og spurði Kölska hver
væri erfiðasta stærðfræðiformúla í heimi. Aftur smellti Kölski
fingrunum og enn önnur bók birtist. Hann rétti
stærðfræðingnum bókina sem samþykkti með semingi að bókin
innihéldi erfiðustu særðfræðiformúluna í heiminum.
Enn og aftur smellti Kölski fingrunum og stærðfræðingurinn
hvarf til Helvítis.
Nú er komið að Sibba lúða.
Hann biður Kölska um stól. Kölski kemur með stól.
Sibbi lúði biður Kölska um að bora nokkur göt í setuna á
stólnum. Hann gerir það.
Nú sest Sibbi lúði á stólinn og rekur rosalega við. Hann spyr
Kölska: “Út um hvaða gat kom prumpið?”
Kölski svarar um leið að það hafi verið 3ja gat frá hægri.
“Vitlaust” sagði Sibbi lúði, “það kom út úr rassgatinu á mér!”
Sibbi lúði komst til Himna.

#2 Merkilegur!!

Einn af þessum fáu Páfabröndurum…:

Þegar flugvél Páfans lenti á flugvellinum var Páfinn kominn í
hrikalega tímaþröng. Hann +atti að vera mættur á fund eftir
nokkrar mínútur. Hann sest inn í bílinn sem bípur hans og
bílstjórinn brunar af stað. Páfanum finnst bíllinn ekki fara nógu
og hratt svo að hann biður bílstjórann um að skipta um sæti við
sig. Það gera þeir og Páfinn æðir af stað á miklum hraða. Í
rauninni svo hratt að hann er stoppaður af lögreglunni.
Lögreglan lítur inn í bílinn, kallar upp lögreglustjórann niður á
löggustöð og spyr hvað hann eigi að gera því að það sé svo
mikilvægur maður í bílnum.
“Er hann mikilvægari en borgarstjórinn?” spyr
lögreglustjórinn. Löggan segir að svo sé. “Er hann mikilvægari
en forsætisráðherrann?” spyr lögreglustjórinn. Löggan játar því
líka. “Er hann mikilvægari en forsetinn?” spur lögreglustjórinn.
Löggan játar enn og aftur. “Hversu mikilvægur er hann
eiginlega?” spyr lögreglustjórinn. “Ég veit það ekki” segir
löggan “en hann er með Páfann sem bílstjóra!”

Jæja, nú eruð þið vonandi búin að lesa brandarana en svariði
nú þessum spurningum í svörunum:

1.Hvor brandarinn var betri?
2.Hvað hefðuð þið spurt um í fyrri brandaranum