Gamli Hugi.is verður alltaf í minum huga besta vefsíða sem uppi hefur verið.Facebook og allt þetta sem við höfum í dag er ekki nærrum eins skemmtilegt. Hérna gat fólk skrifað undir gælunafni sem varð til þess að umræður urðu oft a tíðum mjög skemmtilegar.Á facebook er allt undir raunnafni og allir eru með ömmu sína eða eitthvað inná = Lame

Mig langar líka rosalega að létta af mér hvað nýi Hugi er einstaklega ljótur.Ég veit að þetta voru tilraunir til að gera síðuna betri og vinsælli jafnvel nútímalegri en ég held að það hafi haft algjörlega öfug áhrif.Síðan er óþægilega ljót það er óþægilegt að skoða hana og ennþá verra að rata um á mili korka-þráða og áhugamála.

Einnig langar mér að segja að eitt af helstu mistökum stjórnenda Huga.is var á sínum tíma að taka korkana út af forsíðunni.
Korkarnir á forsíðunni þjónuðu miklum tilgangi og alltaf þegar eitthvað var að gerast kannski eitthver datt í eurovision eða eitthvað skrítið mál var í fréttum var kominn korkur um það á innan við 5 mín sem var mjög skemmtilegt.

https://web.archive.org/web/20050806233836/http://www.hugi.is/forsida/

Sjáiði þið bara sjálfir hvað Hugi.is var miklu betri áður fyrr.Hugi.is mun aldrei ná vinsældum aftur með þessu nýja útliti!