Hvað er eiginlega málið með þetta? Af hverju er ekki hægt að breyta því sem maður skrifar hérna? Þetta var það hallærislegasta sem ég vissi um á netinu þegar gamli hugi var ennþá hérna, og ég bjóst við því að þessu yrði breytt, en svo virðist ekki vera.

Ég get mögulega séð nokkrar ástæður: það væri hægt að breyta póstum í rugl sem tekur umræðu úr samhengi og svo framvegis. Svo væri hægt að gera stóra rökvillu í einhverri umræðu, fá svar við henni, og fara bara og breyta henni eins og hún hefði ekki verið þar og láta eins og fífl eftir á.

En það eru nú lausnir við því; þið bættuð kúl fídusum inn eins og latex og slíku -- af hverju ekki hafa edit og hafa bara diff með, svo notendur geti séð upprunalega póstinn, ef honum skildi hafa verið breytt í rugl eða eitthvað?