Hvernig væri að koma upp prjónunaráhugamáli? Ég er t.d. algjör fíkill í það að prjóna, og ég þekki fullt af fólki sem er í því að prjóna (og það ekki allt gamlar konur).
Það er nýjasta æðið í skólanum mínum að prjóna svo að eitthvað sé nefnt þessu til stuðnings.
Síðan væri hægt að koma með greinar um hvað maður hefur prjónað, það fyrsta sem að maður prjónaði, uppáhaldsgarnið, og hægt að biðja um hjálp varðandi eitthvað.

Með kveðju
TheFroG<br><br>
______________
Hvar er gleðin? spurði Fjallkonan
Fyrirtækismaðurinn leit á hana með viðurstyggð.
Gleði? spurði hann
Til hvers gleði þegar þú getur átt svona. Sagði hann og beindi nýja rolex úrinu sínu að henni.
Fjallkonan svaraði um hæl : Fagurt er þetta úr, en gleðin er tímalaus.
______________