Kvenréttindaþátturinn verður þáttur sem er á dagskrá einu sinni í viku, annað hvort á Skjá einum eða Sirkus, og þar koma nokkrir ofurfeministar saman og tala í hálftíma um jafnrétti kynjanna, að konur eigi að fá meiri laun, að það megi ekki óska fólki til hamingju með sigra og að það eigi að banna alla nekt á líkömum á landinu, og neyða alla landsmenn, jafnt konur sem kalla til að ganga í hyljandi fötum frá toppi til táar eins og múslimakonur.

Hvernig væri svona þáttur? Sjálfur skellihlæ ég oft að þessum kröfumálum þeirra, þegar það er gengið út í öfgar, og tel að þetta geti náð í meiri öfgar í svona þætti. Auðvitað halda rauðsokkurnar sem koma fram í þættinum að þetta sé stórt skref í kvenréttindabaráttu, að þær geti make difference, en svo eru þær bara skemmtiefni fólks ^^

Hvað segið þið um þetta?

Og já, þegar ég tala um feminista hér, þá meina ég ofurfeminista eins og þessar sem eru öfundsjúkar út í Unni Birnu.