Sælt veri fólkið
Kannast einhver við það að tölvan fari allt í einu að spila lag upp úr þurru? Ég var að sækja mér nýja útgáfu af iTunes um daginn og ætlaði að loka Quick Time en þá fór þetta fáránlega lag í gang. Svona einhvers konar símsvaralag.
Væri fínt að heyra frá einhverjum sem veit hvað ég er að tala um. Fann á vefnum hjá F-Secure að það sé til eitthvað sem heitir Music Bug en starfsfólk Friðriks Skúlasonar kannast ekki við neitt svoleiðis.
Ég henti bæði iTunes og Quick Time út úr tölvunni og lagið hætti við það. Ég er bara að spá í hvort það sé einhver veira í tölvunni sem hafi setið eftir.