Sæl.
Biðst afsökunar á tíunda póstinum um þennan leik.. þetta er sá fyrsti sem ég skrifa :)

Eins og stendur að ofan er ég föst á miðvikudegi.
Gaurinn vildi borða og ég fékk matinn allan útaðan í blóði. Alltílagi.. ég reyni að láta hann borða matinn og þannig, en auðvitað vill hann ekkert gera. Svo ég prófa að kíkja í walkthrough á netinu og þar stendur að ég eigi að sýna William matinn. En þegar ég reyni það, kemur ‘I may need it later’ eða eitthvað svoleiðis upp á skjáinn.

Nú er ég alveg ráðalaus :/
Einhver sem getur hjálpað mér?