Það er ekki bara Amazon sem fær kortanúmerið heldur tengja þeir saman fleiri birgja og það fer eitthvað annað og þá veltur það á því hversu traustur sá er sem er á hinum endanum. Ég veit um einn sem lenti í að það fóru að birtast dularfullar færslur á kortinu hans eftir að hann pantaði frá Amazon en annars er það nokkuð öruggt því ég veit um fullt af öðrum sem hafa pantað þaðan og aldrei lent í neinu.
Fólk verður bara að passa sig á að þetta getur gerst og maður verður að fylgjast með hvaða færslur koma inná kortið.