Þegar ég er að skrifa greinar finnst mér svolítið óþægilegt að sjá ekki hvernig greinin lítur út. Maður hefur bara einhvern ákveðinn lítinn kassa sem maður skrifar inní. Væri hægt að hafa kassann sem maður skrifar í nógu stórann þannig að hægt er að sjá hvernig þetta lítur út. Ef það er ekki hægt væri þá hægt eins og hér á korknum að haka við smá “Endurskoða póst áður en hann er sendur inn”. Það væri flott ef hægt væri með einhverju móti reddað þessu svo að maður sjái hvort maður hafi látið greininga vel upp.