Ég er tiltölulega nýbyrjuð að fylgjast með umræðum hér á hugi.is og hef skoðað hin ýmsu “svæði” og finnst þetta bara vera hreint frábær staður. Eitt “svæðið” sem ég fíla er “Börnin okkar” því þar er rætt um börnin og fólk jafnvel að biðja um ráð. Það sem vantar hinsvegar og á vel heima hér er “svæði” þar sem verðandi mæður og feður gætu borið saman bækur sínar um meðgöngu og jafnvel spurt hvort annað um hluti tengda meðgöngu. Einnig væri sniðugt að hafa “svæði” þar sem nýbakaðir foreldrar þeas foreldrar ungbarna gætu spjallað saman og leitað ráða hjá hvort öðru og fleira. “Svæðið” um “Börnin okkar” gæti t.d. alveg hentað í slíkt ef búinn yrði kannski til bara flokkur undir greinarnar sem héti meðganga eða ungbörn eða e-ð slíkt.
Ég geng með mitt fyrsta barn og á að eiga eftir tvo mánuði. Ég hef sótt mikið í svona “svæði” og spjallveggi á erlendum síðum og hefur það hjálpað mér mikið við að fá svör við hinum og þessum spurningum og einnig allskonar fróðleik en það væri hinn mesti plús ef ég gæti nálgast íslendinga í sömu aðstöðu og ég.

Bestu kveðjur :c)