Hef ég ákveðið að skrifa þetta hér þrátt f. að ég sé ekki viss um að þetta verði nokkurntíma lesið vegna fjölda greina sem eru skrifaðar f. forsíðuna.

Þegar þú skoðar þessa ágætu síðu þá er áberandi að fólk skrifar mikið af “greinum”. Hinsvegar er rétt að fólk átti sig á því hvað greinar eru og starfsmenn Huga ættu að aðskilja fréttir og greinar frá hvort öðru því þetta er alveg sitthvor hluturinn.

Greinar eru eitthvað sem þú skrifar frá eigin hjarta og þá halda venjulega einhverjar gagnlegar upplýsingar, hjálp eða annað í þeim dúr. Fréttir hinsvegar er eitthvað sem gerðist og þú vilt að heimurinn viti með þér. Til dæmis þegar nýtt forrit kemur út, Vala Flosadóttir setur Íslandsmet og þannig háttar.

Þetta skemmir f. þeim sem vilja skrifa greinar sem voru skrifaðar með það í huga að hjálpa öðrum. Til dæmis ef mig langaði að skrifa grein um hvernig er best að aka bíl (kannski ekki alveg rétti maðurinn til að skrifa það) en þá myndi þessi grein týnast innan um allskonar aðrar “greinar” sem eru ekkert nema innantómar fréttir sem eiga ekki heima með henni.

Auðvitað eru þetta mínar skoðanir en ekki staðreyndir. Þú og starfsmenn Huga… skoðið þetta.