Maður réðst á skemmtikraftinn Jón Gnarr á vinnustað hans á útvarpssviði Norðurljósa við Aðalstræti í morgun, samkvæmt fréttum Bylgjunnar. Maðurinn réðist m.a. að Jóni með sleggju, en Jón komst undan á hlaupum. Árásarmaðurinn er ófundinn.

Maðurinn kom inn í afgreiðslu útvarpshússins og sagðist eiga að mæta í viðtal í Tvíhöfðaþættinum. Þegar Jón kom til að ræða við manninn réðist hann umsvifalaust á hann en Jón flúði út. Maðurinn elti og greip við eftirförina sleggju sem er í eigu verktaka. Hann losaði sig þó fljótlega við sleggjuna á hlaupunum og greip í staðinn stein. Jón hafði þá náð forskoti og komst inn í bókaverslun Eymundssonar. Árásarmaðurinn elti Jón ekki inn í verslunina en starfsfólk þar kallaði á lögreglu, sem fylgdi Jóni aftur á vinnustað hans.