Ég var að velta þessu aðeins fyrir mér í sambandi við þessi blessuðu stig, sem virðast tröllríða flestum skoðanakönnunum. Ég var að skoða stig.php áðan en fann ekkert um hvað stigin gera, en ég veit að þegar maður er búinn að fá vist mikið af stigum þá hætta þeir að ritskoða greinarnar manns og svo framvegis. En ég er nú kominn með um 1400 stig og hef enn ekki náð því marki að geta sennt inn greinar sem þarf ekki að ritskoða, og þarf oft að bíða í 1 dag áður en greinarnar mínar eru birtar, ef þær birtast (þeir eru duglegir að ritskoða mig). Ég hef líka sennt inn svona 20 myndir inn á formúluna og fleiri staði en aðeins 3 hafa verið birtar, kannski eru þetta allt svona lélegar myndir eða er þetta kannski eitthvað klikk hjá mér eða huga?
En aftur að stigunum. Eru þau kannski bara svona ego-boost fyrir nörda sem fá ekki kredit annarsstaðar í lífinu? Eða er þetta eitthvað sálfræðilegt trikk til að auka notkun á samfélaginu? Hvað sem er, það virðist virka. Fólk er að “stigahórast” á fullu með því að svara öllum greinum og ýta “óvart” á senda-takkan 48 sinnum. Ég er ekki að þykjast vera saklaus, ég hef staðið sjálfan mig að því að vera að pósta einhverju bara til að fá stig eða til að halda mér inni á ofurhuga lista í einhverju áhugamáli. Ég er heldur ekki að segja að það egi að hætta með stigin, þvert á móti, mér finnst þetta vera brilliant. Mig langar bara að vita ástæðuna sem liggur að baki þessum snilldar fídusi sem heldur samfélaginu gangandi.

og engin helv… comment á stafsetninguna!
supergravity