Átti í erfiðleikum með að velja hvort að ég ætti að senda inn þessa mynd eða mynd af tungugatinu, en þetta er það sem að varð uppúr krafsinu! :D
Búin að ætla að fá mér þetta gat í nokkur ár og búin að eiga langan lokk til að skipta hinum út fyrir og allt allan tímann. Í dag áttaði ég mig á því að það væri orðið bæði of langt síðan ég fékk mér gat, og of langt síðan ég fékk mér eitthvað í eyrun. Ákvað að drífa bara í þessu og svona lítur þetta nú út. Hlakka til að geta sett fína lokkinn minn í ^_^
Þetta er hugmynd fyrir mitt næsta tattoo. Get ekki hætt að hugsa um að fá mér það!