Hef haldið með Liverpool síðan ég fæddist og ég er pottþéttur á því að þetta sé tattoo sem ég myndi aldrei sjá eftir. Ég veit að mörgum finnst fótbolta-tattoo heimskuleg en mér finnst Liverbird og þessi setning bara svo ótrúlega flott.
Einsog er gert á hesta til að merkja þá nema með minni sýkingarhættu og betri tækjum og tólum.
Ég loksins þorði að fá mér tragus piercing :) Hehe.. Ég var alltaf svo hrædd við sársaukann á þessu svæði því ég hef heyrt svo margar hryllingssögur af tragus piercing! Ég bað Sverri um deyfingu en hann hló bara að mér! Haha… Svo ég vildi bara að þetta gerðist snöggt þannig að hann náði bara í byssu og skaut þessu í eyrað á mér.. Ég sver að ég hef aldrei fundið jafn LÍTIÐ til… Þetta var bara pís of keik, og ég sem var búin að fresta þessu gati í langan tíma ;) Til samanburðar fannst mér mun verra að fá mér gat í eyrnasnepilinn..
Þetta eru nýju götin mín. Já þetta er mynd af mér. Hún er þó nokkuð photoshoppuð (af mér). Að fá sér þessi göt er allt öðruvísi finnst mér heldur en nokkursstaðar annarsstaðar í andlitinu, sársaukinn er mjög skrítinn og þú bólgnar mikið og það er ágætis sársauki fyrstu dagana.