Tragus Ég loksins þorði að fá mér tragus piercing :) Hehe.. Ég var alltaf svo hrædd við sársaukann á þessu svæði því ég hef heyrt svo margar hryllingssögur af tragus piercing! Ég bað Sverri um deyfingu en hann hló bara að mér! Haha… Svo ég vildi bara að þetta gerðist snöggt þannig að hann náði bara í byssu og skaut þessu í eyrað á mér.. Ég sver að ég hef aldrei fundið jafn LÍTIÐ til… Þetta var bara pís of keik, og ég sem var búin að fresta þessu gati í langan tíma ;) Til samanburðar fannst mér mun verra að fá mér gat í eyrnasnepilinn..
Ég ætla ekki að vera með þennan lokk í þessu heldur mun ég skipta yfir í hring um leið og þetta er gróið..
Ég hlakka eiginlega bara til að takast á við umhirðuna, orðið frekar langt síðan ég fékk mér piercing seinast ;)