Núna áðan þegar ég signaði mig inná msn fékk ég þrjú skilaboð sem hljóðuðu einhvernvegin svona:

“Gaur, nýjasta harry potter bókin er búin að leka á netið, haha geðveikt :D”

Ég fékk næstum því hjartaáfall og öskraði af hryllingi, ég dreif mig að niðurhala bókinni til að fullvissa mig um að þetta væri bara rugl og vá hvað mér var létt þegar ég byrjaði að lesa! Þetta var bara fanfic sem einhverjum þótti fyndið að pósta á netið sem stolinni útgáfu af “Harry Potter and the Deathly Hallows”…..höfundurinn má brenna í víti!

En já hérna er frétt um þetta:
Gabb útgáfa af síðustu bókinni í Harry Potter bókaflokknum hefur farið eins og eldur í sinu um netið og blekkt þúsundir aðdáenda.

Aðdáendahópur birti sína eigin 250000 orða útgáfu af næstu bók drottningar vorar, J.K. Rowling.
Aðdáendur, meðal annars adminar nokkurra stórra HP-aðdáenda heimasíðnanna, trúðu gabbinu og voru fljótir að ná í hana af netinu.
Gabb útgáfan, sem endar þannig að Harry giftist ginny og þau lifa hamingjusöm til æviloka, hefur vakið mikla reiði hjá Bloomsbury.
Þeir segja að þeir viti af gabb útgáfunni en að við verðum samt að bíða til 21. júlí eftir að fá raunverulegu bókina.

Ég er bara ánægður að þetta var ekki alvöru bókin, það fær enginn að skemma DH fyrir mér!


RemusLupin