Persóna mánaðarins að þessu sinni er engin önnur en Hermione Granger.

Hermione er árinu eldri en Harry, en þó á sama ári og hann í Hogwartskóla auk þess að vera bekkjasystir og besta vinkona hans. Hárið á Hermione er fagur brúnt og stendur í allar áttir, algjörlega stjórnlaust, og svo virðist sem ekkert nái að hemja það annað en stór skammtur af Hárgeli Billa (Sleekeazy’s Hair Potion). Framtennur hennar voru einnig aðeins of stórar þar til þær voru lagaðar eftir óheppilegt slys í töfradrykkjum og augun í henni eru brún eins og hárið.
Hermione stendur sig vel í öllum bóklegum greinum í skólanum. Ekki nóg með að hún viti svörin við öllum spurningum sem kennurunum dettur í hug að spyrja að. Hún kann allar kennslubækurnar utanbókar. Því kemur það ekki neinum á óvart að hún er áberandi hæst yfir allan árganginn á hverju ári, fékk sem dæmi 11 uglur á Ugluprófunum, allar “Outstandings” fyrir utan eina “Exceeds expectations” í Vörnum gegn myrku öflunum.

Hermione heitir fullu nafni Hermione Jane Granger og var hún fædd Miðvikudaginn 19 September 1979. Foreldrar hennar, bæði Muggar, hafa aldrei verið nafngreind en þó vitum við það með vissu að þau eru bæði tannlæknar. Hermione er einkabarn og er í góðu sambandi við foreldra sína. Hún á gæludýrið Skakklappa (Crookshanks) sem hún fékk í afmælisgjöf frá foreldrum sínum þegar hún varð 14 ára (1993).

Hermione er óseðjandi þegar kemur að lestri og trúir því statt og stöðugt að allt sem sé þess virði að læra geti verið lært úr bókum. Annað sé einfaldlega ekki þess virði.
Þegar Hermione byrjaði í Hogwartsskóla átti hún enga vini, í hreinskilni sagt, hinir krakkarnir þoldu hana ekki. Ekki neinn. Hermione var montin ég-veit-allt-best-svo-haltu-þér-saman týpa. Gerði ekki annað en að svara, lenti aldrei í vanda, og var ekkert að fela það að hún vissi að hún væri gáfuðust. Það er ekki fyrr en að Harry Potter og Ron Weasley bjarga henni frá tröllinu á Hrekkjavökunni á fyrsta ári hennar sem að hún eignast einhverja vini.

Hermione er hjartagóð og hikar ekki við að hjálpa þeim sem þess þurfa. Hversu oft hefur hún ekki bjargað Neville í gegnum töfradrykki, það veit enginn. Hún er einnig hugrökk sem sýnir sig og sannar þegar hún réðist með Harry og félögum sínum inn í Galdramálaráðuneytið til að hjálpa Siriusi, manni sem henni þótti vænt um. Hún hikaði ekki við að leggja sjálfa sig í hættu fyrir þann sem henni þótti vænt um.

Bestu vinir Hermione eru Harry Potter og Ron Weasley. Auk þess sem hún er góð vinkona Ginny Weasley. Í fjórðu bókinni fer ýmislegt í gang á milli hennar og Viktors Krum, frægs Quidditch flugmanns, og vonandi að við fáum að fylgjast með því meira í næstu bók.
Hermione er fyrst nefnd í sjötta kafla í fyrsta bókinni en eftir það fáum við líka að fylgjast mjög mikið með henni.


“Grawp's about sixteen feet tall, enjoys ripping up twenty-foot pine trees, and knows me,” she snorted, “as Hermy.” – Hermione

“Grápur er svona fimm metra hár, hefur gaman af að slíta sex metra furutré upp með rótum, og þekkir mig sem Hermí.”



Eru orðin tvö ár síðan ég skrifaðist þessa grein… ákvað samt að skella henni inn þegar ég var minnt á hana ;) en þar af leiðandi vantar inn í hluti úr 6. bókinni meðal annars.