Áður en Harry vissi að hann væri galdramaður sá hann oft “skrýtið” fólk heilsa sér úti á götu. Einn af þeim var undarlegur maður með fjólubláan hatt sem tók hann af sér og hneigði sig djúpt fyrir Harry.

Nú, þegar Hagrid hafði flutt Harry gleðifréttirnar um að hann væri í raun galdramaður fóru þeir á Leka Seiðpottinn. Þar voru margir sem vildu heilsa Harry og kynna sig fyrir honum, og kemur Dedalus Diggle þá upp að honum með fjólubláa hattinn og kynnir sig. Harry mundi þá eftir honum vegna fjólubláa hattsins, eitthvað sem “venjulegt” fólk gleymir varla svo auðveldlega.

Síðan líða 4 ár og þá hittast þeir aftur, í þetta sinn í höfuðstöðvum Fönixreglunnar og þá getur Diggle ekki hamið sig og montar sig smá þarna.