Jæja þá er þessu lokið. Seinasta Harry Potter bókin komin út og ég er búin með hana. Kláraði hana nákvæmlega 28 mínútur yfir miðnætti í nótt (þann 23.júlí). Var rúmlega 2 sólarhringa með hana og samt var ég að vinna og keyra heim til mín frá Akureyri og svona en það er alveg 4 klukkustunda akstur, svo að ég sat ekki við og las allan tímann.
Já hvað get ég sagt. Mér fannst bókin rosalega góð og hef nákvæmlega ekkert út á hana að segja. Sumir voru að bitchast með það að sumt hefði verið of augljóst eins og R.A.B. hefði verið Regulus Black og Harry hefði verið helkross. En hafði þið pælt í því að sjénsinn að Rowling hefði farið að breyta öllu plottinu vegna þess að einhverjir snjallir lesendur föttuðu þetta. Og mér finnst mikilvægt að taka það fram og mér virðist við sem lesum Harry Potter og erum aðdáðendur hans vera upp til hópa mjög gáfuð, hvort það er Harry Potter sem hefur gert okkur svona gáfuð eða hvort gáfað fólk laðast að þessum bókum er spurning. Kannski þarf að gera rannsóknir á þessu??? Það voru nokkrir strákar í röðinni á Akureyri sem sátu fremst sem virtust ekki komnir yfir fermingu og þeir ætluðu sér að fara að lesa bókina á ensku, það finnst mér nokkuð gott, hefði aldrei lesið heila bók á ensku þegar ég var fjórtán.
En allavega aftur af bókinni. Hún byrjar rosalega hröð og það er ekkert verið að sugarcoata hlutina, galdraheimurinn á í stríði og á tímabili lítur allt út fyrir að vera að fara til fjandans. Verið að handtaka alla, búið að yfirtaka ráðuneytið og Hogwarts og fólk í felum út og suður.
Potterwartch þátturinn fannst mér snilld og Fred eða George sem talaði í honum fannst mér mjög fyndinn á tímabili í þættinum, sem var eitt að því fáu sem var fyndið í bókinni, fyrsta bókin sem ég græt meira yfir en hlæ.
Já græt, ég hef aldrei grátið jafn mikið á ævinni yfir bók eða kvikmynd þegar út í það er farið. Í heilan hræðilegan kafla þegar að *Spoiler, SPOILER*






Það leit út fyrir að Harry væri að fara að deyja fyrir fullt og allt, grét ég með ekksogum, í 30 eða 40 blaðsíður, yfir heilan kafla (held kafla 32-33) og þurfti bókstaflega að stoppa til að fara inn á klósett og snýta mér og þurrka tárin. Ég grét líka, þegar að Fred dó og þegar maður komst að því að Tonks og Lupin hefðu dáið, grét líka yfir því þegar Dobby dó og eftir að maður komst að því að Snape kallinn hefði verið góður eftir allt saman, lá nánast við að ég gréti líka þá. Eini dauðsföllin sem ég var ekki leið yfir var Wormstail og Voldemort.

Spennandi partar af bókinni voru jafn margir og þeir sorglegu, þegar þau eru að átta sig á því að hálsmenið er helkross, þegar þau fara til að hitta , þessa sagnfræðinga norn sem ég man ekki nafnið á , þegar þau brjótast inn í Gringott, atriðið í Þarfaherberginu, þegar eldurinn var að stekja allt og nánast öll atriðin með annað hvort Drápurunum eða Voldemort eða báðum, hugsaði allt fuck, this is it….núna á eitt þeirra efitr að deyja s.s. Harry, Ron eða Hermione, sem gerðist reyndar aldrei og vá hvað ég er feginn því að Rowling sleppti því að láta þau deyja. Ég hefði grátið úr mér augun og fengið taugaáfall þá.

Glöð atriði voru tvö, endirinn þegar Voldemort, that evil bastard ……….PÍPPP…., drapst loksins og allir urðu svo glaðir að maður fann gleðina hreint og beint rísa upp af bókinni og svo þegar Hermione og Ron kysstu loksins, ég bókstaflega öskraði, Það var komin tími til.

Svo voru náttúrulega nokkrir fyndnir partar eins og atriðið þegar Fred er að tala í Potterwatch, sem er reyndar það eina sem ég man núna.

Mér fannst atriðið þegar Harry hittir Dumbledore á “King's cross” (lestarstöðin til galdrahimnaríkis???) mjög spes, sá þetta engan veginn koma og var þá ennþá að gráta því að ég hélt að Harry væri dáinn en þegar annað kom í ljós bókstaflega starði ég á bókin og var alveg YES.

Annað sem ég vil tala um og fólk hefur verið að segja að sé of fanfiction legt er “litla” roadtripið hjá tríóinu, mér fannst það bara frábært og sína nokkuð vel, það tilfinningalega rót sem hefur verið í gangi hjá þeim öllum, alltaf að flytja og reyna að leysa verkefni sem virðist ómögulegt, með nánast engar vísbendingar og það sem virðist við fyrstu sín, vera bókstaflega fáranlegir erfðagripir frá Dumbledore, Galdrabarna ævintýrabók, kveikjari og gullna eldningin, ég meina kommon fyrst var maður bara, er gaurinn (Dumbledore) að grínast með þetta eða…hvernig á þetta að hjálpa þeim. Síðan þegar Ron fór var ég alveg í sjokki, ég gat bara ekki trúað þessu upp á hann.

Snape var góður eftir allt saman (hinni eilífu er Snape góður eða vondur spurningu loksins svarað) og hann elskaði Lily, maður hafði reyndar heyrt þá kenningu áður, en var ekki viss með hana en fannst hún samt nokkuð sennileg. Sérstaklega út af anagramainu Severus Snape sem ef stöfunum er breytt legst út á ensku í íslenskri þýðingu sem að ganga með grasið í skónum eftir Evans. Persuing Evans eða eitthvað svoleiðis.

Dumbledore var í alvörunni dáin önnur spurning sem var svarað.

The Deathly Hallows, já sá þetta ekki koma in a million years, hvílíkt plot, hvílíkt hugmyndaflug að láta detta sér þetta í hug og hvernig þau komast af þessu, vá maður. Tek bara ofan fyrir Rowling. Hún er og verður ævinlega í mínum huga meistari ótrúlegra og ófyrirsjáanlegra plotta (allavega flestra), ég meina sá þetta einhver fyrir Don't thing so.

Dumbledore and the Greater good, sá þetta ekki fyrir heldur, að Dumledore og Grindewald hafi verið vinir og tala um að stjórna galdraheiminum, þótt að þessi vinátta hafi bara staðið í tvö mánuði. Já þetta fékk sko idolið manns til að hrynja með hvelli niður á jörðina en allt þetta góða sem hann gerði seinna bætti þetta nú upp, ég meina æskubrek og allt það dótarí og hann talaði bara um þetta gerði ekkert í því, ég meina hver hefur ekki talað um að ætla að drepa einhvern en aldrei gert það, það er langt bil milli orða og gjörða. Þó svo að fæst orð haldi minnsta ábyrgð sem er satt í tilviki Dumbledores. Og fjölskyldusagan hans úff maður, það var nú meiri sorgarleikurinn og það rættist orðrómurinn um að nauðgun kæmi fyrir í 7. bókini það er svolítið augljóst hvað þessir mugga strákar gerðu við systur Abeforthe og Albusar til að gera hana svona klikkaða. Ég held að þetta sé nú bara með sorglegri fjölskyldusögunum í bókinni, með sögu Harryar, Nevilles, Snapes, Siriusar og Lúnu. Já margar fjölskyldur hafa það nú ekki sem best í þessum bókum ha???

En hef svo sem ekkert meira að segja nema það að mér fannst þessi bók eins og áður hefur komið fram rosalega góð, Rowling gengur vel frá öllum hnútum og skilur ekki eftir neina lausa enda hún svarar öllum spurninum. We really did learn everything eins og Ninna í Akureyrar röðinni var að tala um.

Að lokum er það endirinn. Ég sagði við Weasley að ég persónulega myndi vilja Happily ever after, Hollywood klisju endirnn en yrði samt fyrir vonbrigðum með Rowling ef hún gerði það. Happily ever after endirinn kom en samt ekki. Kaflinn Ninteen years later, segir okkur hvernig allt endaði, Ginny og Harry giftust og eignuðust 3 börn, Albus, James og Lily, Ron og Hermione giftust og eignuðust Hugo og Rose (Hugo og Rose eru það ekki karakterar úr Lost???) og kaflinn segir frá því þegar Harry og co. eru að fylgja Albus, James og Rose í Hogwartslestin, hin eru ekki orðin nógu gömul. Maður sér Draco bregða fyrir giftum og með eitt barn og greinilega komin sátt þarna á millli, ekki vinátta, bjóst reyndar aldrei við því en sátt og Neville er prófessor í Hogwarts og kennir Jurtafræði. Var mjög sátt við að heyra aðeins hvernig Neville hefur það, hann er persóna sem maður vill heyra um hvernig kom út úr honum, maður vorkennir honum svo alla bókin. Það er bara ein pæling með þennan kafla og það er hver er þessi frænka Albusar, James og Lilyar sem Teddy Lupin er að kyssa??? man ekki nafnið. HEfði þurft betri skýringu á því. En eins og ég sagði Happily ever after endir???? ekki alveg. Ég meina hún drap í hátt á tug manna áður en happy endirinn kom, bókin var unhappy allan tímann.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hefði aldrei getað fyrirgefið henni að að tríóið hefði ekki komist óskaðað út úr þessu (ég talaði um að ég hefði aldrei getað fyrirgefið Hollywood klisju endirinn en fólk má skipta um skoðun…), hefði hún drepið eitt eða fleiri þerra og skilið hin eftir lifandi og óhamingjusöm til æviloka, þá hefði ég fengið taugaáfall.
Ég er sátt, ég er sátt við bækunar og fullkomalega sátt og in peace við endinn á henni, maður getur bara ímyndað sér, einhverstaðar í svona annari vídd þar sem bókmenntir eru raunverulegar, býr Harry, með fjölskyldunni sinni og vinum og er hamingjusamur og það ríkir friður í galdraheiminum.
Auðvitað er þetta klisjukennt ég viðurkenni það alveg og allir segjast (allavega opinberlega hata klisjur) en sannleikurinn er sá að við viljum þessar klisjur og við tökum þeim fagnandi. Í heimi þar sem allt er síbreytilegt og við gætum þess vegna verið dauð á morgun, eru fastir punktar eins og Hollywood happily ever after klisju endar eitthvað sem við getum treyst á og leitað huggunar í, í þessum síbreytilega heimi, ef ekki væri fyrir þessar klisjur myndi maður örugglega missa vitið og því er ég sátt við að Harry Potter skyndi í bláendann verða svolítið klisjuleg, því að ég hefði persónulega ekki getað sagt skilið við þessar persónur svona auðveldlega (og það hefur verið furðulega auðvelt, miðað við það sem ég hafði ímyndað mér fyrir fram) ef þær hefðu verið óhamingjusamar, þá hefði ég haldið áfram að bíða, bíða eftir hamingjusama endinum og bíða eftir klisjunni sem hefði aldrei komið, því að þetta er seinasta bókin maður verður að horfast í augu við það, og hún hefði aldrei komið og það hefði orðið til þess að ég hefði fengið taugaáfall einhverntímann í náinni framtíð og þurft að fá áfallahjálp. En vegna klisjunar er svo ekki og fyrir það er ég ævinlega þakklát Rowling.

Lengi lifi klisjan, hún er það sem heldur manni heilbrigðum í geðveikum heimi.

Verið þið heiðarleg við mig er þetta ekki rétt hjá mér eða hvað???
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.