Þessi korkur verður augljós spoiler vegna þess að ég ætla að tala um nýjustu bókina.








Þegar ég byrjaði að lesa hana á föstudagskvöldið þá hugsaði ég fokk. Þegar ég var búin með hana um klukkan þrjú á laugardags eftirmiðdegi þá hugsaði ég fokk. Af hverju hugsaði ég fokk? Jú, út af því að bókin var eitt stórt fokk. Gott fokk reyndar, en fokk. Svo hér eru hugleiðingar mínar, sem ég bara verð að koma út.

Bókin byrjaði hratt, hún kom sér mjög fljótt á stað og ekkert dútl eins og var í 4 og 5. bókinni. Heldur bara byrjaði alvaran strax við. Ég er á því að það hafi verið rétta leiðin til að byrja bókina vegna þess að alvaran byrjar þá. Það þýðir ekkert að fara að tala um eitthvað quidditch mót eða eitthvað. Þríeykið þurfti að rjúka úr brúðkaupinu og auðvitað varð séninn okkar, Hermione með allt tilbúið. Við tók langt og flókið ferðalag bara eitthvert. Eitthvert út í bláinn. Mér fannst þetta roadtrip þeirra alveg í hæstalagi undarlegt þó ég segi sjálf frá.

Þegar Remus kemur til þeirra á Grimmauldplace og segir að Tonks sé ólétt og hann vilji ekki vera hjá henni lengur út af því að hann skammast sín svo mikið fyrir… Fokk hvað ég varð reið út í hann! Og Harry sagði honum allt sem ég vildi segja! Sem betur fer! Og það er svo krúttlegt þegar Lupin kemur til hans þegar þau eru hjá Bill og Fleur og biður hann um að verða guðfarði Ted litla Lupin! Æi, dúllur. En… En… Tonks og Lupin áttu ekki að deyja! Þau áttu ekki að fara, þau áttu að lifa! Mér þótti svo vænt um þau. Allavega að leyfa Lupin að lifa og ala upp litla son sinn… æi, ég varð leið þegar ég las það.

Allt þetta sem fram kom um Dumbledore… já, það kom mér á óvart. Það var eitthvað svo out of character allt sem kom fram um hann, að hann hafi viljað verða meistari dauðans og hann hafi gert þetta og hitt. og það sem Abeforth sagði: Að þeir hefðu verið aldir upp við lygar og Albus hafi náð að mastera það. Þetta var eitthvað svo fjarstæðukennt… Við sáum að Dumbledore var svolítið mannlegur, hann sá það sjálfur… sá að hann væri ekki góður með valdi

Svo eru það minningar snapes. Bestasti hluti bókarinnar, sýnir okkur hvernig Snape þroskaðist sem manneskja. Það fæðist enginn vondur eða góður, það eru ákvarðanir manns sem skera úr um það hvora leiðina maður velur. En Snape er undantekning. Það héldu allir að hann væri vondur, illur og hrokafullur. Hann gaf Harry endalausar eftirsetur, en það var bara út af því að hann “líktist James…” En allt það sem ég hafði trúað um Snape minn reyndist satt. Hann elskaði Lily. Og þegar hann kom til Dumbledore með upplýsingarnar um að Voldemort og ráðabrugg hans… Dumbledore bað hann um að drepa sig. Snape lék á tveimur skjöldum, en alltaf studdi hann hlið Dumbledore og gerði það sem hann sagði honum að gera. Hvort það hafi verið viturlegt… En á móti kemur þá var hann dauðvona. Mér fannst þetta yndi, og þó. Snape dó, gaf honum minningar sínar. Fokk, ég skulda Samot stóran bragðaref…

Bókin var góð og er góð og er hugsanlega besta leiðin til að enda bókina. En ég verð að viðurkenna að hún fer allt öðruvísi en ég hugsaði mér. Bara vá, hvað ég var undrandi fyrstu þrjá klukkutímana hvað hún var frábrugðin hinum. Þessi Roadtrip fílingur sem er í henni að hluta. En hún var góð, hún var virkilega góð.