Þegar fyrsta bókin um Harry Potter kom út þá byrjaði kennarinn minn að lesa hana upp fyrir bekkinn og mér fannst hún ekki vera voðalega skemmtileg en síðan prufaði ég að lesa hana tvisvar og fannst hún alltaf jafn langdregin og leiðinleg.
Síðan sá ég mynd númer 1 og fór á mynd nr 2 fyrir jól og fannst þær bara vera nokkuð góðar þannig að um jólin ákvað ég að prufa bara svona aftur að lesa bók nr 1 og las hana á þrem dögum því að mér fannst hún bara vera svona óstjórnlega skemmtileg og milli jóla og nýárs ákvað ég að lesa bók nr 2 og ég reyndi að lesa hana eins oft og ég komst í hana og gat gjörsamlega ekki hætt að lesa (ég var meiri að segja líka að lesa í matarboði).
Núna er ég nýbúin að taka af bókasafninu bók nr 3 en ég get ekki lesið hana strax því að ég er í prófum en ég ætla að byrja á henni næsta miðvikudag og reyna að klára hana á mettíma :)