Viðbrögð við samkynhneigð AD Í tenglasafninu er tengill um Dumbledore og kristnidóminn og hvernig viðbrögð kristna (sumra kristna, að sjálfsögðu ekki allra) voru við því að hann er allt í einu orðinn samkynhneigður. (Þetta var subtle hint á að þið eigið að finna tengilinn og lesa). Ég þakka þeim sem sendi þennan tengil inn!

———-
Búin að lesa? Frábært, þá get ég byrjað að tala!
———-

Þetta eru einhver fáránlegustu viðbrögð sem ég veit um! Ég skil ekki hvað er svona hræðilegt við að hann sé hommi, það stóð m.a. þarna:

“It's not a good example for our children, who really like the books and the movies. I think it encourages homosexuality.”

Það er ekki hægt að ýta undir samkynhneigð, annað hvort er maður það eða ekki. Jú, svo er náttúrulega tvíkynhneigð, en það er annar handleggur. Svo á ég mjög erfitt með að sjá slæmu hliðina á því að fólk gerist samkynhneigt, svo lengi sem að lesbíur séu ekki að reyna við mig finnst mér þetta fínt. Auk þess finnst mér hommar dúllur! ^^

"Now, I will make sure I throw away all the copies I have, and no one in my family will ever read that trash again. What a huge disappointment and great loss for so many kids who could have enjoyed these books.

Það er nú ekki eins og það standi á annarri hverri blaðsíðu “Albus Dumbledore er samkynhneigður”! Í raun hefur þetta engin áhrif á bækurnar ef maður veit ekki af þessu, það er ekki fyrr en maður gerir sér grein fyrir því að Dumbledore hefur verið ástfanginn að þetta hafi áhrif.

Aftur á móti eru álitin á þessari grein þarna mun gáfulegri. Flest snúa að því að hann er ekkert nema skáldsagnapersóna en ekki raunverulegur eða hvað kristnir Ameríkanar geta verið uppstökkir. Aðrir eru að pæla í því af hverju í ósköpunum frú Rowling hafði fyrir því að tilkynna þetta, hvort þetta sé trix til að fá samkynhneigða til að kaupa bækurnar. Tja, það er ekki eins og hún hafi kallað saman blaðamannafund til að koma með þessa einu tilkynningu, þetta byrjaði víst með setningu í 6.myndinni sem AD átti að segja, um stelpu, þá hafi hún komið því að að hann væri í raun samkynhneigður. Svo spurði einhver hana einhversstaðar, samkvæmt þessari grein, þannig að ég skil ekki vælið um að hún hafi haft fyrir því að tilkynna þetta.

Núna ætla ég að tala um viðbrögð fullorðinna almennt. Fólk sem segir að það ætli aldrei að láta börnin sín sjá myndirnar eða lesa bækurnar bara af því að ein virðulegasta og elskulegasta persónan sé allt í einu orðinn hommi. HVAÐ er að því? Ég bara næ því ekki. Það hefur engin áhrif gegnum bækurnar sjálfar, það er bara bakgrunnssagan sem þetta hefur mikil áhrif á. Samt eru foreldrar svo hræddir um að börnin þeirra lesi þetta eða sjái og þá… tja, hvað gerist þá? Mér þætti fínt ef einhver sem á börn og hefur þetta viðhorf gæti svarað mér því að ég stend gjörsamlega á gati í sambandi við þetta. Ég veit að ég ætla í það minnsta að láta allt mitt litla frændfólk lesa bækurnar þegar það verður fært um það.

Einnig er það þetta væl um slæm áhrif á börn, bæði allir þessir galdrar og þessi hryllilega tilkynning Rowling. Þetta ýtir undir samkynhneigð og Wicca, sem er náttúrulega algjör skandall fyrir hið siðmenntaða samfélag. Pff. Ég las gjörsamlega allt þegar ég var ca. 8-13 ára, m.a. Narníu, Sherlock Holmes, Nancy Drew, Frank og Jóa, Ferð Eiríks til Ásgarðs/Jötunheima og Agöthu Christie, auk Harry Potters. Atburðirnir í Sherlock Holmes og Ferð Eiríks voru oft langtum verri heldur en í fyrstu Harry Potter-bókunum. Ég skemmti mér mjög mikið yfir öllum þessum bókum og fannst galdrar mjög skemmtilegir á þessum árum, t.d. þá stal ég priki úr smíði og notaði sem töfrasprota, þóttist fara með töfraþulur, notaði svansfjöður sem fjaðurpenna og byrjaði að skrifa áhugaspuna. (Nokkurs konar áhugaspuna, þetta var allt úr HP-heiminum, ég breytti bara um nöfn á öllum stöðunum). Þetta hafði engin langvarandi áhrif á mig. Ég er ekki ennþá að reyna að galdra (þótt að ég hafi áhuga á Wicca, en það er ekkert hættulegt, þetta virðist mest allt vera náttúru-eitthvað) en ég efast stórlega um að ég hafi hlotið varanlegan skaða af því að lesa þessar bækur. Ef ég hefði vitað það strax í byrjun að Dumbledore væri hommi hefði ég kannski ekki haft neina fordóma gagnvart þeim. Maður veit aldrei.

Ekki að þetta komi manni í opna skjöldu, þannig séð. Ég er byrjuð að lesa bækurnar aftur og það er strax í fyrsta kafla einhver örlítil hint á að hann sé hommi. Allar þessar lýsingar á litríkum skikkjum og háhæluðu stígvélin hans ættu að hafa sagt manni eitthvað. Þegar ég fer að pæla í þessu eftir á þá skil ég alveg að Rowling hafi alltaf séð hann fyrir sér sem homma. (Smá svona út í hött: hann hlýtur að hafa sungið vel. Bestu karlkyns söngvarar sem ég veit um eru samkynhneigðir, s.s. Elton John, Freddy Mercury, George Michael og Páll Óskar!)

Fyrir mér gerir þetta Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore bara að meiri persónu og manneskju en hann var. Hann verður mun dýpri og mannlegri, ég geri mér betur grein fyrir því hver hann var. (Svona sögulega séð).

Hvað finnst ykkur annars um allt þetta?

Myndn er tekin: http://ryanxcole.deviantart.com/art/Dumbledore-is-Gay-68473301