Jæja hér kemur loksins 9. kaflinn. Ég ætla seta hina fyrir neðan svo þið getið rifjað þá upp.

9.kafli Weasley númer 8

“Harry, Dumbledore sagði að ég mætti kenna varnir gegn myrku öflunum,” sagði hún. “
Frú Figg, en þú ert skvibbi,” sagði Harry dolfallinn. “Dumbledore er góður maður,” var eina svarið sem Harry fékk. Þegar frú Figg var farinn spurði Ron “Er þetta skvibbi? Á hún að kenna okkur?”
“Hún er alveg ágæt, hún bjargaði mér frá vitsugum,” svaraði Harry.
“Hver?” spurði Hermione sem var nú komin. “Nýi kennarinn í vörnum gegn myrku öflunum, frú Figg, er skvibbi,” sagði Ron fýlulega.
“Frú Figg, er það ekki sú sem passaði þig,” spurði Hermione.
“Jú,” svaraði Harry afundinn. Í þeim svifum komu uglurnar. Hedwig settist hjá Harry með bréf í gogginum. Harry las bréfið upphátt.

“Harry
Vilduð þið þú, Hermione, Ron og Amanda koma til mín kl.15:00.
Hagrid.”

Hermione og Amanda fengu saman bréf sem þær lásu upphátt.

“Hermione og Amanda
Svarið er NEI. Amanda, þú veist að þú þarft að búa hjá Weasley ásamt Hermione næsta sumar og það væri einfaldlega of leiðinlegt fyrir Harry að koma.
Hr. Granger.”

Ron hafði ekki verið að hlusta, en sat stjarfur með bréf í höndunum.
“HARRY. H-A-R-R-Y,” æpti hann og hélt svo áfram, “HARRY POTTER WEASLEY.”
“Hvað ertu að segja, ég heiti Harry Potter, en ekki Harry Potter Weasley, ertu orðinn eitthvað skrýtinn,” spurði Harry.
“Lestu bréfið,” sagði Ron og ýtti því í átt að Harry, “upphátt,” bætti hann svo við eftir litla umhugsun.

“Elsku Ron
Vonandi hafið þið það jafn gott og þú sagðir. Ef bræður þínir hafa gert eitthvað af sér eins og í fyrra skaltu senda mér uglu, ég vil vita allt. Auðvitað má Harry búa hjá okkur. Sendu mér hvort hann vill það og á læt ég gera vísi fyrir hann á klukkuna í eldhúsinu.
Þín elskandi móðir Molly.”

Þegar Harry lauk lestrinum var steinþögn við Gryffindor-borðið. Svo hljóp Harry til Dumbledores og rétti honum bréfið, svo hljóp hann að Gryffindor borðinu og æpti
“ÉG ER FRJÁLS!” Draco Malfoy gekk til hans og sagði drafandi röddu
“Hvað ertu að pæla maður, það mætti halda að Dumbledore hefði leift þér að hætta í skólanum.
“Ég bý ekki lengur hjá Dursley. Ég bý núna í Hreysinu. Ég er ekki Harry Potter því ég er Harry Potter Weasley,” söng Harry meðan hann dansaði í kringum Gryffindor borðið,
“ég á núna nokkur systkin, Ginny, Ron, Fred og George. Percy, Charlie og Bill þau eru systkin mín,” hélt hann svo áfram og dansaði í kringum Gryffindor-borðið. Dumbledore brosti og sagði: “Harry Potter, 16 ára í Gryffindor er nú laus við að búa hjá muggum, nú er hann partur af Weasley fjölskyldunni. Vegna þessa gleðitíðinda er frí hjá Gryffindor-nemum einum dag lengur en jólafríið, sem sagt á morgunn.” Allir í Gryffindor fögnuðu nema Hermione sem greip um andlitið.
“Fá þau bara frí, ég meina það er rugl,” sagði Draco reiðilega við Dumbledore.
“Ég lofa að ég gef Slytherin frí þegar þú losnar undan dráparanum, honum föður þínum,” svaraði Dumbledore kuldalega. Harry, Ron og Amanda flissuðu, en Hermione sagði bara
“Guð, er Lucius enn drápari.”
“Auðvitað, mannstu ekki atvikið í fyrra, hann er í fangelsi, en samt er hann drápari. Hann fékk sérstakt leyfi til að koma og skrifa undir, tókstu ekki eftir vitsugunum sem voru með honum?” spurði Ron gáttaður. En áður en Hermione gat svarað öskraði Harry
“4 Weasleyar í Quidditch-liði Gryffindor, hvaða galdrafjölskylda er best, W-E-A-S-L-E-Y, WEASLEY!” Dumbledore leit áhyggjufullur á Harry og bað Snape að blanda fyrir hann töfradrykk gegn hugarruglun vegna búflutninga. Þegar Snape kom aftur var Harry búin að róast og var sestur við borðið, og þangað gekk Snape og rétti honum drykkinn. Harry fékk sér sopa og leið mikið betur, svo hann skellti því öllu í sig. Dumbledore ræskti sig og sagði yfir hópinn:
“Kæru Hogwartnemar, þeir sem verða hér í fríinu, fylli vinsamlegast út eyðublöð hjá prófessor Spíru.” Harry leit á þau hin og spurði
“Verðið þið hér?” Hermione og Amanda hristu höfuðið, en Ron kinkaði kolli og sagði
“Weasley voru hér,
Og þeir eru hér
og þeir verða hér,
og núna ert þú Weasley
svo þú verður kyrr,
eyðublöðin bíða okkar,
Harry Potter,
Harry Potter Weasley.”
Harry hló, en hann vissi hve mikið Ron dýrkaði að semja vísur um fjölskylduna og vinina sína, og ekki má gleyma uppáhalds Quidditch-liðinu hans.
“Þið reynið kannski að finna fjársjóðinn þinn í fríinu,” sagði Hermione og blikkaði Harry, en hún hafði líka horft á fréttirnar.
“Svo sannarlega, svo skiptum við í 4 parta,” sagði Harry “2 handa Weasley, og 2 handa Granger,” hélt hann áfram eftir smá umhugsun og blikkaði á móti. Svo fóru þeir að skrá sig. Þegar því var lokið fóru þeir upp í Gryffindor-turn og ætluðu að taka saman dótið fyrir gróðurhúsatíma, en Hermione og Amanda stóðu með það í höndunum og svo lögðu þau af stað,. Leiðir skildu við töfrabragðastofuna, því þangað átti Amanda að fara, en hin héldu áfram út í gróðurhúsin. Þegar þau komu þangað æpti prófessor Spíra
“gróðurhús 3, í dag er upprifjun,” og rak alla á undan sér út í gróðurhúsið. Þegar þangað kom var þeim skipt í hópa. Hermione lenti með Draco, Crabbe og Goyle, og var ekki ánægð og fékk að skipta um hóp við Pansy Parkinsson, Slytherin nema, og mjög mikla vinkonu Draco. Hermione lenti þá með Ron, Harry og Neville og varð mun ánægðari.
“Við rifjum upp allt sem við höfum lært, allt frá fyrsta ári til fimmta árs. Þetta er síðasta árið ykkar hjá mér og við notum það mest til að rifja upp og lærum líka örlítið meir,” sagði Spíra röggsamlega og leit yfir bekkinn og hélt svo áfram:“Best er að byrja á byrjunni svo við skulum komast að því hvað mikið þið munið eftir Alrúnum.” Höndin á Hermione skaust upp.
“Hermione Granger, hvað getur þú sagt mér um Alrúnur?” spurði professor Spíra og horfði á Hermione með stolt bros á vör. “Alrún eða Mandragora er kröftug lækningarjurt. Hún er notuð til að breyta, sem er í álögum eða hefur verið ummyndað aftur í upprunalega mynd. Hún er að auki uppistaðan í flestum tegundum móteiturs. Hún er mjög hættuleg því að öskur hennar er banvænt hverjum sem heyrir það,” sagði Hermione örugg með sig.
”Já blóðníðingurinn, heldur að hann sé vitrastur,” sagði Draco hæðnislega og Slytherinkrakkarnir flissuðu til samþykkis.
Prófessor Spíra sótroðnaði af reiði og Harry fannst hún í eitt augnablik sláandi lík Mc.Gonnagall með varirnar eins og örmjótt strik í andlitinu.
Hún dró djúpt andann áður en hún tók til máls með röddu sem titraði af reiði:
“Draco Malfoy ef þú ætlar að halda áfram með svona svívirðingar mun ég persónulega sjá til þess að þú verðir rekinn úr skólanum áður en þú getur sagt ”hippógriffín“. Þar sem ég hef ekki vald til þess að reka þig ætla ég að láta mér nægja að draga fimmtíu stig frá Sytherin”
Mótmælin voru komin fram á varir Slytherinnemanna
þegar Spíra tók til máls:
“Hver sá nemi sem flissaði undan ræðu herra Malfoys missir 10 stig”
Hún snéri sér undan tuldrandi eitthvað sem Harry heyrðist vera“blóðníðingur, ekki nema þó”Síðan sneri hún sér við og virtist aljörlega ósnortin.
“Rétt að vanda Hermione, ég félli í yfirlið ef þú segðir eitthvað vitlaust,” sagði prófessor Spíra ánægjulega. Í þeim svifum kom ugla inn og settist á höndina á Spíru og otaði að henni litlum bréfsnepli sem stóð á:
Prófessor Spíra.
Ég vona að það verði ekki til óþæginda, en Hermione Granger þarf að hitta mig á skrifstofunni minni strax.
Með von um að þú skiljir það Dumbledore.
Þegar prófessor Spíra var búin að lesa sagði hún “Hermione, þú átt að hitta Dumbledore á skrifstofunni hans strax.” Hún var ekki búin að sleppa orðinu þegar Hermione stóð upp og gekk til dyra, en hún var ekki komin þegar Draco sagði
“Oó hvað gerði litli blóðníðingurinn nú af sér.”
“Ekkert nema kannski núna,” sagði Hermione, kýldi Draco í andlitið og rauk af stað. Þegar Hermione kom að skrifstofunni hjá Dumbledore var hann fyrir utan og bauð henni strax inn með því einu að hreyfa hendina. Þegar þau voru komin inn og Dumbledore búin að loka sagði hann
“Ég veit ekki hvar á að byrja en þú fékkst mikla styrkinn. Hogwartsskóli veitir besta nemanda á 6. ári styrk, og Hermione Granger fékk hann þetta árið.” Hann brosti.


1.kafli Leynifarþegar

Harry var vaska upp eftir afmælisveisluna hans Dudleys þegar hann heyrði fréttaþulinn segja:
Rústir nokkrar geyma fjársjóð. Rústir Hogwarts geyma fjársjóð, eða svo segja ferðamenn sem voru þar.

Ronald og Jessica vinna við að skoða rústir en þegar þau komu þar inn segjast þau hafa séð 2 menn annan með skikkju, sá skikkjuklæddi var rauðhærður og mjög úfinn og það var eins og hann væri að hóta hinum, risavöxnum manni með dökkt úfið hár. Rauðhærði á svo að hafa sagt við hinn “Hagrid, þú munt sjá eftir þessu. Láttu fjársjóðinn af hendi og ég hlífi þér, annars fer illa fyrir þér.” En þá æpti risinn “Nei, ég mun aldrei, aldrei láta hann af hendi fyrr en Harry, eigandi hans er orðinn nógu og þroskaður til að taka við honum. Ég er meiri maður en þú, því ég mun aldrei svíkja Potter.”

Petunia, Vernon og Dudley tóku andköf inni í stofunni. Svo hlupu þau öll inn í eldhús og voru með það eitt í huga að komast að hvort Harry hefði nokkuð heyrt þetta. En þeim sýndist ekki, en þá kom Piers Polkiss, besti vinur Dudleys inn og spurði: “Dudley, var verið að tala um hann.” Hann benti á hann.

Dudley gerði sig líklegan til að svara en Petunia og Vernon dróu þá upp í herbergið sem Dudley átti.
Svo sögðu þau Piersi Polkiss allan sannleikann, með því skilyrði að hann þegði. Svo fóru þau út úr herberginu.

“Váá” sagði Piers “þú hefur haft galdramann á heimilinu allt þitt líf og sagðir ekkert” Dudley kinkaði aumingjalega kolli.

“En við erum búnir með skólann í fyrra þú mannst þaðer það ekki” spurði Piers. Dudley kinkaða enn bara kolli. “Hvenær fer lestin í Hogwart” spurði Piers þá. 1. september kl.13:00.

“Frábært. Mamma og pabbi ætla á skíði í vetur og þá getum við athafnað okkur.” sagði Piers.

“Hvað ertu að meina?”spurði Dudley þá

“Ég er að meina að fara í kassa í bílnum og láta sem við séum farangur Harrys, fara svo í skólann og finna fjársjóðinn.”svaraði Piers.“Já”sagði Dudley.

“Já, við segjum bara mömmu þinni og pabba að við ætlum að fara á skíði með mömmu og pabba yfir veturinn, en við mömmu og pabba segji ég að ég ætli að vera heima og gista hjá þér.” sagði Piers

Svo rann 1. september upp, bjartur og fagur. Harry hafði tekið til allt dótið sitt kvöldið áður og var löngu búinn að kaupa allar bækur sem hann átti að hafa í ár.

Piers og Dudley höfðu sofið í litlum kassa í bílnum um nótina og vöknuðu þegar Vernon keyrði Harry á lestastöðina. fyrst mundu þeir ekki neitt, en svo rifjaðist alt upp. Svo fundu þeir að kassinn var látinn á vagn og keyrður af stað.

Harry sá Ron og Hermione tala saman og hljóp til þeirra. Svo fóru þau inn í Hogwart-lestina og hún rann af stað stuttu seinna.

Dudley og Piers litu hvorn á annan, þeir voru komnir af stað.

Harry, Hermione og Ron voru alveg grunlaus á leiðinni, en þegar þau komu á leiðarendá var allt dót galdrað upp í herbergi, en þegar kassinn hans Harry var galdraður þá heyrðist hálfkæpt óp úr honum.

Harry hljóp upp í Gryffindor turninn og Hermione og Ron eltu, skilnigslítil. Þegar var komið var uppkassinn í einu horninu, opinn og tómur.

Hermione og Ron sáu að Harry var að brjálast úr áhyggjum og spurðu hann hvað væri að. Hann tautaði eitthvað óskiljanlegt í barminn, en sagði svo “Fjárinn, þau hafa falið sig og ganga nú laus í von um að ná fjársjóðnum. Djöfuls fréttir, djöfuls ferðamenn, djöfuls Dursley.” Svo hljóp hann út.

Ron hljóp á eftir honum, en Hermione þreif í hann. “Mér er sama þótt þú sért besti vinur Harrys og mér er sama þótt þú viljir tala við hann, en hann vill ekki tala við neinn, afhverju heldurðu að hann hafi hlaupið út, ég skal segja þér það, útaf því að hann vil FRIÐ!”

Ron leit á hana og hristi höfuðið og lagði svo aftur af stað.
En það hefði hann ekki átt að gera, því nú varð Hermione reiðari en hann hafði nokkru sinni sé hana.

Hún reif í hann og sló hann utan undir, en svo var eins og hún áttaði sig og stillti sig. En nú var Ron orðinn reiður og ætlaði að ráðast á hana, en þá kom Harry inn og sagði þeim að flýta sér, það ætti að fara að flokka nýnemana.

Svo hlupu þau 3 af stað og rétt náðu á réttum tíma. Hermione var mjög spennt því lítil frænka hennar, sem átti einnig mugga fyrir foreldra var að byrja í skólanum.

Hún skrafaði um hana þangað til nafn frænku hennar var kallað upp, Amanda Granger þá þagnaði hún. Loks kallaði flokkunarhatturinn Gryffindor.

Hermione stökk á fætur og hljóp á móti henni, en frænkan tók á sig krók og gekk til Harrys, rétti honum hendina og sagði “Harry Potter, loksins fæ ég að hitta þig ég hef heyrt svo mikið fallegt um þig. Ég vona að við getum oðið góðir vinir, værir þú kannski til í að hjálpa mér að læra ef ég er í vandræðum.”

Harry roðnaði og leit á Hermione, sem leit út fyrir að vera bálreið, og sagði svo: “Ég er viss um að Hermione vill hjálpa þér, og það yrði fræðilega mun betra fyrir þig því hún er mun vitrari”

Hermione leit á hann, þakklát á svipinn, eitthvað annað en frænka hennar. Hún hnussaði og sagði svo reiðilega: “Ég var nú reyndar að tala við þig og biðja þig um að hjálpa mér, en ef þú þarft þjón til að gera það þá ertu ekki jafn merkilegur og af er látið”.

En nú var flokkunar athöfnin búin en þá sagði Dumbledore: “Í ár verður sett ný regla á, það er sagt eftir hverja flokkunarathöfn hverjir eru umsjónarmenn. Harry Potter fyrir Gryffindor, Draco Malfoy fyrir Slytherin, Susan Bones fyrir Huffelpuff og Terry Boot fyrir Ravenclaw. Nú skulu þessir nýju umsjónarmenn fara með nýliðana og sýna þeim heimavistirnar.”

Harry gerði það með sóma, en fékk mikla hjálp frá Ron og Hermione, sem var enn fúl við Amöndu.

Um kvöldið átti Harry erfitt með að sofna. Hann hugsaði stöðugt um hver hefði verið í kassanum. En Dudley og Piers höfðu fundið sér svefn stað í kompu nokkurri, nálægt töfradrykkjastofunni, og þar sváfu þeir nú.


2.kafli Fundnir-týndir

Næsta morgunn var Harry dauðþreyttur enda hafði hann ekki sofið neitt um nóttina. Hann spurði Ron og Hermione hvað hann gæti gert, en þau ráðlögðu honum að fara til Dumbledores og láta hann vita.

Á leiðinni til hans rakst hann á Amöndu, frænku Hermione sem sagði: “Harry Potter, hér hittumst við aftur á sömu leið.”

“Hvert ert þú að fara og hvað ertu að fara að gera þar,” spurði Harry þá
“Guð, auðvitað er ég að fara á bókasafnið að læra, alveg eins og þú,” svaraði hún

“Þá erum við ekki að fara á sama stað, og vertu blessuð og sæl, því hér beygi ég.” Svaraði Harry hranalega og beygði svo inn á ganginn sem lá til skrifstofu Dumbledores.

Harry ætlaði að fara að banka þegar McGonagall opnaði og gekk á hann.
“Fyrirgefðu Harry, ég sá þig ekki,” sagði hún. “Það er í lagi, en ertu nokkuð á hraðferð”.
“Nei, hví spyrðu,”sspurði hún.

“Komdu með mér, ég þarf að ræða alvarlegt mál við þig og Dumbledore,” svaraði hann og dró hana með sér inn, þar sem Dumbledore gekk um gólf, með Spámannstíðindi í höndunum.

Harry hljóp inn og kallaði “Muggar, helvítis mugga-frændfólk mitt. Það var í mugga-fréttunum um Hagrid og einhvern rauðhærðan mann, að rífast um fjársjóð sem var sagt að Harry Potter ætti, og Hagrid sagðist aldrei muna svíkja mig og frændfólk mitt var að horfa og Dudley og Piers besti vinur hans hafa falið sig í kassa og núna eru þeir í kastalanum, og….”

“Bíddu rólgur eitt augnablik, ég skal segja þér það að ég var að fá uglu frá Snape, 2 drengir, ekki nemendur við skólann voru í töfradrykkjastofunni,” svaraði Dumbledore honum, en þá barst honum önnur ugla, einnig frá Snape.

Hún hljóðaði svona
Sloppnir, Snape

“Nei hvur andskotinn,” sagði Dumbledore,”ég mun því miður kannski þurfa að láta annan verða umsjónarmann fyrir þig meðan á þessu stendur, en vonum samt ekki”
bætti hann við.

Svo kvaddi Harry og gekk út, þegar hann kom aftur upp í Gryffindor turn var Geroge Weasly að leita að honum, því það var verið að fara að spila Qdidditch við Huffelpuff.

Harry spilaði mjög vel og náði gullnu eldingunni eftir 12 mínútna leik. Huffelpuff hafði tapað. En í raun og veru var þetta bara heppni, hann var ekkert að hugsa um leikinn heldur um Dudley, en hann var á þessari stundu að fela sig í einu af gróðurhúsunum.

Harry var fagnað af öllum uppi í Gryffindor-turni, nei ekki öllum, því Amanda hafði fengið 6 fyrsta árs nema, einnig úr Gryffindor, til að vera eins andstyggileg við Harry og þau gátu.

En einn tók þetta of alvarlega og hleraði samtal Harrys og Dumbledores, og sagði henni frá hverju einasta orði.

Nú notaði hún það gegn Harry, með því að ganga inn í hópinn og segja:”Hann hleypti muggum inn í skólann en þið fagnið.”
En þá sagði Harry:”segir mugginn, sem er að reyna að ógna mér því ég tók Hermione, frænku hennar, fram yfir hana.

Þá sprakk Fred úr hlátri. “Ætlast þessi krakki,” sagði hann og benti á Amöndu”sem þú ert búin að þekkja í 1 dag að þú takir hana fram yfir Hermione sem þú ert búin að ganga í gegnum margt með ásamt Ron.”

“Nei, ég bað hann um að hjálpa mér að læra en hann sagði mér að ég ætti að biðja hana og svo bullaði hann eitthvað um að hún væri best í bekknum, ég meina hver er betri en Harry Potter, enginn,” sagði Amanda þá.

“Jú, Hermione er mun betri, ég er ekki að reyna að móðga þig neitt Harry, en Hermione er lang best af öllum,ÖLLUM, þú er bara heppin að hún sé frænka þín, og þú skalt ekki vanvirða besta nemenda skólans,” sagði Ron þá.

En þá sagði Amanda,”hvert fór þá besti nemandi skólans, ha, getur einhver sagt mér það”, en í því kom Hedwig með bréf til Harrys frá Hagridi, bréfið hljóðaði svona: Hermione er hjá mér, hún vill að þú og Ron komið að hitta hana, en passið að Amanda komist ekki að neinu, Kveðja Hagird.

Harry svaraði,”hún sagðist ætla á bókasafnið, gáðu þar”, og með það hljóp hún af stað.
Þá greip Harry í Ron og sagði honum að flýta sér til Hagrids, en hann vissi ekki að Amanda beið í felum fyrir utan málverkið af feitu konunni og sá hvert þeir fóru, og elti þá.

Þegar þeir komu til Hagrids sagði hann að Hermione væri inni, og þeir fóru inn. Hermione sat hjá Tryggi. Hún sagði við Harry og Ron þegar þeir komu inn, “Þetta er ekki Amanda, Dumbledore fékk uglu frá mömmu, Amanda fannst bundin úti í garði heima.”

Svo sagði Hagrid að það væri komin Qdidditch-æfing, hjá Harry og Ron og þeir þurftu að fara, en fengu Hermione og Hagrid til að koma með.

Á æfingunni sagði Geroge Weasly fyrirliði Qdidditch-liðins hjá Gryffindor að þeir yrðu að æfa mjög vel, því næsti leikur hjá þeim yrði eftir viku, við Ravenclaw og það yrði erfiður leikur.

Næsta dag var tími í vörnum gegn myrku öflunum. Þau höfðu fengið nýjan kennara, Julius Jonson, því enginn nema hann og Hagird, sem hafði verið rekinn úr Hogwart höfði viljað starfið. Hann byrjaði tímann á að kynna sig og lesa upp. Þegar hann kom að nafninu Harry Potter sagði hann: “Er hinn mikli Harry Potter hér, því ef svo er á hann frekar að kenna þetta heldur en ég”

Harry brosti, hann var orðinn vanur þessu, en Hermione sagði: “Nei, hann er aðeins nemandi, þú þarft að kenna því þú ert menntaður til þess, þú varst ráðinn”.

Julius brosti, “þú hlítur að vera næst vitrust í skólanum eða er Hermione Granger ekki vitrust,” sagði hann. “Ég er Hermione Granger,” svaraði hún þá. Hann rauk upp hvort hún væri virkilega Hermione Granger, en hún kinkaði bara kolli.

“Fröken Granger ætlar að segja okkur hvernig maður fer að því að verja sig fyrir varúlfum,” sagði hann. “Maður heggur þá í hausinn,” svarði hún þá.


3.kafli Quidditch

Svo rann dagurinn upp, dagurinn sem Ravenclaw og Gryffindor áttu að keppa. George vakti alla í Quidditch-liðinu eldsnemma því að þeir ætluðu að taka æfingu.
Hermione kom að horfa, en Harry var ekki búinn að fyrirgefa Hermione fyrir að hafa verið betri í augum Juliusar og leit ekki við henni.
Æfingin gekk frábærlega fyrir utan að Katie datt af kústinum og lenti á kústinum hjá Ron sem var að senda tromluna svo að hún lenti í bakinu á henni. Harry flaug til að ná kústinn hennar meðan hin lentu á jörðini til að gá hvernig henni liði. Það kom í ljós að Draco Malfoy og Pansy Parkinson voru í leyni og vildu losna við Gryffindor liðið af vellinum til að fá frið.
Eftir æfinguna hlupu Harry og Ron saman upp í turn, en Harry lét sem Hermione væri ekki til þó hún elti þá og reyndi að tala við hann.
Þegar Harry og Ron voru á leið í turninn heyrði Harry rödd sem hann kannaðist við og svo aðra rödd sem hann kannaðist enn meira við.
Hann hvíslaði að Ron: “Hlauptu til Dumbledores og segðu honum að koma fljótt, Dudley og Piers eru þarna, og flýttu þér”
Á meðan hann var í burtu hleruðu hann og Hermione.
Ron kom 5 mínútum síðar með Dumbledore.
Harry sagði Dumbledore frá öllu og benti honum á herbergið sem honum heyrðist hljóðin koma úr. Dumbledore gekk að dyrunum og opnaði þær og viti menn, þarna voru Dudley og Piers að leggja á ráðin um hvernig þeir ættu að finna fjársjóðinn hans Harrys.
Dumbledore sagði við Ron hlauptu og náðu í McGonagall professor og vertu snöggur, og Ron þaut af stað í annan sinn í dag.
10 mínútum seinna komu hann og McGonagall, lafmóð. “Fyrirgefðu Dumbledore, ég fann hana ekki, hún var að tala við Snape á skrifstofunni hans” sagði Ron og þurrkaði af sér svitann.
Svo sendi Dumbledore uglu til Hr.Weasley, pabba Rons og bað hann um að senda koma og ná í mugga, frænda Harrys og vin hans sem höfðu stolist í kastalann.
Stuttu seinna kom uglan til baka frá Hr. Weasley með bréf sem Dumbledore las upphátt, það hljóðaði svona:
“Ég er því miður upptekinn en ég get komið eftir 5 klst. Þ.e.a.s. kl.16:00
Kveðja Arthur”
“Ein spurnig, hvað verður hann lengi að…”hann fann ekkert heppilegt orð “…þessu?” spurði Harry og benti á þá. “Þetta gæti tekið hálftíma eða klukkutíma jafnvel einn og hálfan ef þetta gengur illa, en vonum það besta,”svaraði Dumbledore og glotti.
“Ó gott, því Quidditch-leikurinn við Ravenclaw er kl.18:00 svo þetta sleppur” sagði Harry þá.
“Sleppur hvað,” spurði Dumbledore. “Nú ég verð að vera á leiknum, ég er nú leitari liðsins og ég verð líka að vera hér og fylgast með og ég get ekki verið á 2 stöðum á sama tíma,” svaraði Harry. “Þú verður EKKI hér, meðan Hr. Weasley er hér, en hann kemur á Quidditch-leikinn við Ravenclaw,” sagði Dumbledore æstur.
“En þetta er frændi minn og vinur hans sem eru alltaf að pína mig, ég verð að fá að sjá þá pínda,” svaraði Harry honum, “ég bara verð, V-E-R-Ð, gerðu það Dumbledore,” hélt hann áfram, og suðaði þangað til hann fékk leyfi Dumbledores.
Á slaginu fjögur kom Arthur til að ná í Dudley og Piers, hann heilsaði Harry og Hermione en leit svo reiðilega á Ron, sem varð vandræðalegur við það. Harry tók eftir því og flýtti sér að spyrja Arthur hvort hann kæmi virkilega að sjá Quidditch-leikinn, og Arthur jánkaði því, önugur, sem Harry fannst nokkuð óvenjulegt því að þeir tveir voru ágætir vinir.
Harry spurði þá hvar hann myndi sitja, en minntist ekkert á Hermione. Arthur svaraði því með önuglegu hnussi. Þá gat Harry ekki setið á sér lengur og spurði “Af hverju leistu á Ron eins og hann hefði gert eitthvað af sér”.
“Ég lít á mín börn eins og þau hafi gert eitthvað af sér, en aðeins ef þau hafa gert eitthvað af sér,” var eina svarið sem Harry fékk frá Arthuri. “En hvað gerði hann þá,”spurði Harry. En Arthur svaraði með því að gefa í skin að hann væri hnísinn krakki og ætti ekki að vera með nefið niðri öllu, einnig mjög montinn því hann hefði sigrað hinn myrka herra.
Harry fannst þetta mjög skrýtið og leiðinlegt, enda hafði Weasley fólkinu alltaf líkað vel við hann og honum líkað vel við það, en hann gat ekki leist þessa ráðgátu núna, því að Hermione dró hann með sér eitthvert og sagði honum að hún skildi að hann væri fúll yfir að Julusi líkaði betur við hana heldur enn hann og að Arthur svaraði honum svona en hann mætti ekki hætta að þola hana útaf því, því hún gæti ekki breytt þessu þó hún vildi.
Harry og hún sættust eftir nokkurn tíma og fóru að tala saman og töluðu alveg þangað til að Harry fattaði að það væri aðeins korter þangað til Quidditch-leikurinn byrjaði.
Hann hljóp af stað ásamt Hermione en Ron hljóp upp að ná í kústana. Þau rétt náðu leikurinn var að hefjast. Fröken Hooch var dómari og hún ræsti einnig leikinn með því að segja “Einn, tveir og Hogwart.
Þegar Harry leit upp í stúkuna sá hann að Dumbledore og Arthur voru þar, en ekki til að horfa á leikinn, þeir voru greinilega að tala um eitthvað mikilvægt, mjög mikilvægt.
En nú sleppti Hooch boltunum og í þá fór allt af stað. Snape prófessor var valinn til að lýsa leiknum og það gerði hann svo sannarlega: “Terry Boot í Ravenclaw er með boltann, hann þítur að markinu og ætlar greinilega að skora” sagði hann ánægjulega og brosti, ef bros má kallast því hann geiflaði bara andlitið, “en Gryffindor gæslumaðurinn, Ronald Weasley ver og gefur boltann á Angeliu Johnson sem skorar, staðan er 10-0 fyrir Gryffindor” og varð fúllindur að venju “en nú ætlar McGongall að taka við” og í þeim svifum byrjaði glaðleg lýsing McGonagall:
“Terry Boot er með boltann og skorar glæsilega fyrir Ravenclaw, sniðug dífa, staðan er jöfn, 10-10. Angelia Johnson hirðir tromluna og skorar, ansi gott hjá stelpunni, staðan 20-10 Gryffindor í hag, þetta mun verða spennandi og jafn leikur. Terry Boot gefur á Mandy Brocklehurst sem skorar, 20-20.
Harry kemur greinilega auga á eitthvað, því hann tekur tilkomu mikla dýfu, og grípur tromluna sem er á leið í útréttar hendur Mandy og skorar, 30-20 fyrir Gryffindor, ótrúlegt hjá Harry, þetta er í annað sinn sem leitari skorar, fyrra skiptið var það James Potter faðir Harrys sem skoraði og mér sýnist Harry ætla leika það eftir.
En aftur að leiknum Harry þýtur til baka flýgur gegnum miðju markhringinn, og tekur tilkomu mikla dýfu, og grípur gullnu eldinguna, með glæsibrag.
Svo virðist sem Harry hafi tryggt Gryffindor sigur, 180-20, og stiga-forustu, og nú mun ég lesa upp hverja heimavist og stig þeirra:
Í 1.sæti Gryffindor með 200 stig.
Í 2.sæti Slytherin með 165 stig.
Í 3.sæti Ravenclaw með 65stig.
Og í því fjórða Huffelpuff, stigalaust.
En nóg er eftir af önninni og staðan getur breyst mikið á þeim tíma. Að lokum mun ég þakka Gryffindor og Ravenclaw fyrir skemmtilegan og spennandi leik, og jafnframmt óska Gryffindor til hamingju fyrir hönd okkar allra”.
Draco, Crabbe og Goyle voru mjög reiðilegir á svip, eins og Amöndu-gengið, og svipur þeirra lýsti því að McGonagall hafði ekki verið að tala fyrir hönd allra, að minnsta kosti datt þeim ekki í hug að óska Hermione til hamingju með forustuna þegar þeir mættu henni, Draco sagði aðeins “Djöfuls blóðníðingur, við burstum ykkur, sjáðu bara til.”
“Er litli Draco núna öruggur, þegar verndarar hans eru að passa hann, ohh, en sætt,” sagði Hermione og kleip Draco í kinnina eins og lítið barn. Draco sló hana í hendina og þóttist gubba, en hafði ekki tíma til að segja neitt því Hermione sagði: “Hvernig líður pabba þínum? Situr hann enn inni í Azkaban? Bað hann þig um að koma og búa hjá sér?” Hún beið ekki eftir svari heldur sagði hún: “Við unnum Huffelpuff fýlupúki, brostu nú. En því miður get ég ekki verið hér lengur, ég verð að sýna atriðið mitt og Neville í veislunni uppi í Gryffindor-turni, það er að segja upptökuna með okkur, komdu upptökumaður,” og Neville kom fram með mugga-upptökutæki sem Hermione hafði komið með í skólann, Draco varð hálfaulalegur á svipinn(eins og hann er alltaf, en bara aulalegri) “þetta kallast upptökutæki, það tekur upp hljóð og mynd, eins og í þessu tilfelli samtal okkar, svo getum við horft á samtalið seinna meir, eins og við ætlum að gera uppi í Gryffindor turni, og vel og minnst það voru þessir tveir,” hún benti á Crabbe og Golye “sem urðu til þess að það komst upp um pabba þinn, þá er ég að tala um á ári 2 þegar þú sagðir þeim hvar pabbi þinn geymdi allt verðmætt sem hann ætti í herbergi undir stássstofunni ykkar, þeir urðu til þess að allt þetta fannst, ég get meira að segja sagt þér leyniorðið sem var hjá Slytherin þá, hreint blóð. Þar hefurðu það, komum Neville,” sagði hún og gekk af stað ásamt Neville.
Þegar þau voru komin spottakorn frá þeim heyrðu þau Draco æpa: “SVIKARAR, þið svikuð mig, þið fáið sko að kenna á því, ég borga ykkur þetta. Hvernig gátuð þið, réttast væri að ég lúskraði á ykkur.” “Hvað ertu að þenja þig peðið þitt, trúiru virkilega blóðníðingnum, réttast væri að VIÐ gengjum frá ÞÉR,” sagði Crabbe og kreppti hnefann.
Neville sprakk úr hlátri, “usss,” sagði Hermione, “og hvað er eiginlega svona fyndið?” spurði hún og leit á hann. Hann benti á upptökutækið og Hermione til mikillar undrunnar og gleði var það í gangi. Hermione slökkti á því, greip í Neville og hljóp með hann upp í Gryffindor-turn.


4.kafli Fagnað-hlegið-grátið

Þegar þau komu upp var búið að skreyta Gryffindor-setustofuna og fagnaðarveislan átti að fara að hefjast. Þegar þau voru nýbúin að skrá atriðið sitt gekk Harry upp á svið sem hafði verið galdrað fram og sagði:
“Mig langar að bjóða ykkur velkominn á þessa skemmtun á vegum Gryffindor. 1-7 geta haft skemmtiatriði saman. Ég vil vekja athygli ykkar á því að það þarf ekki að vera með atriði, en það væri vel þegið. Ef þið eruð ekki búin að skrá atriðið ykkar skuluð þið gera svo vel og gera það strax, 3 fóru í röð við skráningarborðið, Fred, George og Lee Jordan, sem voru greinilega saman með atriði.
Þegar þeir voru búnir gekk Ron upp á sviðið til Harrys með miðann með skemmtiatriðnum og gekk svo aftur niður.
“Og nú er komið að fyrsta skemmtiatriðinu, Angelina Johnson og Alicia Spinnet á vegum Quidditch-liðsins, með sýningu á kústunum,”sagði Harry, og inná sviðið gengu þær.
Angelia byrjaði á að segja: “Við ætlum að sýna ykkur kústa Quidditch-liðsins, til að sanna hvað góða leikmenn við höfum á kústunum. Byrjum á Weasley bræðrunum, Fred, George og Ron á Comet 2-60, ekki mjög góðir kústar, en frábærir leikmenn á þeim,” og stillti þrem Comet 2-60 upp við vegginn.
“Ég, Angela og Katie erum á Cleasweep 7 kústum og við stöndum okkur mjögvel að mínu mati,” sagði Alicia og stillti þrem í viðbót upp við vegginn.
“Og að lokum Þrumufleygurinn kústur hjá Harry, besti kústur sem fundinn hefur verið upp, en líka langbesti leikmaður sem fundinn hefur verið upp,” sögðu þær báðar og stilltu kústinum upp.
“Og þetta sannar mátt Gryffindor-liðsins,”sögðu þær, tóku kústana og fóru af sviðinu.
Harry kom aftur upp á sviðið og sagði:
“Við þökkum þeim fyrir en næst eru það Hermione Granger og Neville Longbottom með sýning á muggatækjum.” Hann var svo hissa að hann gleymdi að fara niður af sviðinu þar til Hermione sagði honum að þau ætluðu að fara að sýna atriðið og hann yrði að gjöra svo vel að fara í sætið. Svo hófst atriðið með því að Hermione sagði:
“Þetta hér sem Neville heldur á er muggatæki sem kallast upptökutæki. Eins og þið sjáið eru á því 6 takkar og eitt hólf.
Fyrsti takkinn er til að taka upp, og það gerðum við Neville áðan.
Annar er til að hlusta og horfa, og það gerum við á eftir.
Þriðji er til að stoppa svo þetta hætti og það gerum við einnig á eftir því annars heldur þetta áfram endalaust.
Fjórði er til að spóla til baka ef maður vill heyra byrjunina aftur.
Fimmti er til að spóla áfram ef maður nennir ekki að heyra byrjunina.
Sjötti og seinasti takkinn er til að opna hólfið sem er fyrir spólur og þangað lætur maður spólu.” Hún sýndi þeim spólu, en hélt svo áfram “Nú ætlum við að hlusta á þessa spólu.”
Hún stakk spólunni í tækið, galdraði það risastórt, ýtti á play og samtalið við Draco byrjaði.
Allir í Gryffindor ætluðu að tryllast úr hlátri, og þegar atriðið var búin báðu allir um meira en Hermione sagðist því miður ekki hafa tekið upp meira og fór niður ásamt Neville.
Harry kom upp aftur og sagði: “Við þökkum þeim fyrir þetta atriði en þá er komið að Amöndu-genginu, meðlimir Amanda, Arthur, John, Jenna og Rob, með atriðið búhh á Potterinn. Gjörið þið svo vel”
Svo gengu þau upp á sviðið með mótmælendaspjöld sem stóð á
NIÐUR MEÐ POTTERINN/ POTTLOKIÐ MUN DEYJA/ POTTER FRÁ VÖLDUM.
Svo gengu þau um sviðið og öskruðu þessar setningar aftur og aftur, þangað til Hermione galdraði þau í sætið.
Harry kom aftur á sviðið og sagði: “Við þökkum þeim fyrir en næst á svið eru
GrÍn Og GoTt
SoÐiÐ í PoTt
Eða Gred, Fee og Lorge bjóðum þá hjartanlega velkomna.”
Gred, Fee og Lorge(George, Fred og Lee)gengu upp á sviðið og sögðust ætla fá meðlimi Amöndu-gengisins sem tilraunadýr.
“Þau eiga að smeygja teygjunum utan um eyrun og borða karamellurnar.”
Þau gerðu það og fyrr en hendi væri veifað voru eyrun á þeim orðin risastór og tungan líka.
Þá sögðu þeir “gerið Potter aldrei mein, því okkur er að mæta” svo sendu þeir þau niður af sviðinu svona.
Harry kom aftur upp og sagði “Næst eru það Ginny og Ron Weasley ásamt Harry Potter, mér sjálfum, með sýningu á snæuglunni minni, Hedwig.
Harry segir “Nú skrifa ég bréf til Rons, og segi Hedwig að fara með það til Ginnyar og gáum hvað gerist.”
Hann sest niður við að skrifa en segir svo “Hedwig, hérna er bréf til Ginnyar, farðu nú með það til hennar.”
En Hedwig flýgur beint til Rons. Salurinn klappar og fagnar Hedwig þangað til Harry segir að þessu sé lokið og allir eigi að fara í svefnsalinn sinn.

Harry sofnar strax, en vaknar upp um nóttina við eitthvað hljóð, fyrst veit hann hvað er að gerast en svo kemst hann að því að Ron er að gráta.
Hann klæðir sig og fer til hans og spyr hvað er að en Ron sagði “Ég sendi pabba bréf út af fjársjóðnum og muggafréttunum, og sagði að maðurinn sem var að rífast við Hagrid svo lítið líkur okkur í Weasley-fjölskyldunni og svo fékk ég öskrara sem sagði að ég ætti ekki að líkja fjölskyldunni við svona hyski og svo fékk hann líka bréf sem sagði að það væri í lagi fyst ég hefði gert þetta. Og nú hafa þau sagt Fred, George, Percy, Bill, Charlie, Ginny, Dumbledore, McGonagall og mörgum öðrum, kannski Hermione að ég sé að nota þig.”
Hann komst ekki lengra því að Harry reif bréfsefni og skrifaði Arthuri og Molly bréf sem hljóðaði svona:

Kæru Arthur og Molly Weasley.
Ég sá fréttina um fjársjóðinn og Ron er ekki að reyna að nota mig, þetta var annar maður.
Ég skil ekki fólk sem heldur því fram að bestu vinir mínir séu að reyna að nota mig. Vel og minnst það var óþarfi af Arthuri að vera svona ónotalegur við mig í gær. Ég gerði honum ekkert. Ég skil ekki af hverju þú ert svona leiðinlegur við mig. Ég skil heldur ekki til hvers þú komst á Quidditch-leikinn, því þú horfðir ekkert þú hefðir setið þarna endalaust hefði ég ekki rekist viljandi í þig.
Harry GeGn LyGaSöGuM, þVí ÞaÐ eR bArA bUlL.

Hann las bréfið fyrir Ron og sendi það svo af stað með Hedwig.

Harry vaknaði morguninn eftir við að Hedwig var að narta í eyrað á honum. Hann settist upp og leit á hana. Hún var með bréf í gogginum, nokkur bréf.
Harry vakti Ron og sýndi honum bréfin, eitt var öskrari merktur Ron, annað bréf merkt honum og þriðja bréf til Harrys. Þeir byrjuðu á að opna bréfið til Rons og í því stóð:

Ronald Weasley
Hvernig í ósköpunum geturðu verið svona andstyggilegur. Ýmyndaðu þér hvað hann heldur um okkur. Hvernig vogaru þér að ljúga svona. Við viljum ekki að hann haldi að við séum að dæma þig fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki og við getum ómögulega sagt honum að þú gerðir það.
Molly Weasley.

Næst ákváðu þeir að lesa bréfið til Harrys.

Harry Potter
Hann var bara að djóka aðeins. Hann er svo spaugsamur, en sannleikurinn er að hann týndi galdrasprotanum hans Arthurs og jarðdvergarnir tóku hann og skemmdu.
Molly Weasly
P.S. Ekki lesa bréfið til hans.

Næst litu þeir á öskrarann, Ron fölnaði, en sagði svo “Hagrid, við opnum þetta hjá Hagrid, hann segir ekkert.” Svo fóru þeir að klæða sig og gera sig tilbúna fyrir matinn.



5. Weasley klikkast

Þeir voru að ræða um hve bréfin höfðu verið undarleg og ólík þegar George Fred og Lee vöknuðu, þeir snarhættu, en George hafði greinilega heyrt eitthvað því hann sagði “hvaða bréf, svo sá hann öskrarann í hendinni á Ron og tók andköf. “Fékkstu öskrara og bréf,” sagði George þá, “ég held 2 bréf og 1 öskrara,” svaraði Harry.
Allt í einu heyrðu þeir dynk, þeir litu við og Ron var á gólfinu, það hafði liðið yfir hann. Við dynkinn vöknuðu allir í svefnsalnum.
Allir í svefnsalnum héldu að hann væri dáinn og æptu hver í kapp við annan, þangað til að George lýsti því yfir að hann hefði bætt met þeirra bræðra og fengið 1 öskrara og 2 bréf, í staðin fyrir 1 öskrara og 1 bréf.
Þeir fóru með hann inn í setustofu Gryffindor og æptu þar á Hermione af öllum lífs og sálar kröftum.
Að lokum kom hún og þá sögðu þeir henni að lífga hann við á stundinni, og það reyndi hún.
Þegar henni tókst það spurði Colin Creevey: “Bættirðu metið?”, en áður en Ron gat svarað því kom “opnaðu öskrarann.”
Þá varð Ron vandræðalegur, en sagði svo: “Okey,” og um alla setustofuna glumdi:

“Ronald Weasley, hvernig dirfist þú að ljúga svona, réttast væri að reka þig úr skólanum. Ég er að spá í að biðja Fred og George að hirða þig rækilega með klósettsetu í matsalnum, en ætla ekki að gera það, og ef þið tveir eruð þarna EKKI gera það.
Já og Harry til hamingju með árangurinn úr síðasta Quidditch-leik, frábært. Einnig óska ég þér til hamingju með að vera umsjónarmaður.
Ég vona að þú getir kennt Ronny örlítinn snefill af mannasiðum, og orðið til þess að maður þyrfti ekki að maður þyrfti að senda honum öskrara og 2 bréf í einu. Ron mundu ef þú setur eina tá yfir strikið þá
fá bræður þínir senda klósettsetu til að flengja þig, og svo verðurðu sendur heim.

Ron stóð eins og lamaður, en bræður hans sprungu úr hlátri. “Ron, settu tána yfir strikið þarna svo við getum flengt þig,” sagði Fred á milli hláturgusanna.
“Já, fyrir framan allan skólann,” sagði George þá.
En allt í einu varð dauðaþögn, Ginny hafði slegið George og Fred utan undir. George var fyrstur til að átta sig og rauk á hana og ætlaði að lemja hana en Harry og Hermione gengu á milli. George og Fred urðu eins og fávitar í framan, en spurðu svo Amöndu lævíslega: “Er pláss fyrir 2 í viðbót í genginu?” Amanda glotti, “Alltaf pláss fyrir fleiri baráttumenn gegn Harry,” sagði hún smeðjulega og gaut augunum til Harrys, sem tók um höfuðið og muldraði “kræst.” Hún glotti ánægð, fleiri með henni, fleiri gegn Harry. En svo sagði hún við þá 2 “Það er fundur í leynilega fundarherberginu strax kl.13:00, þá erum við öll laus og þið vonandi líka. Á þessum fundi tölum við um hve nauðsynlegt er að losna við Harry Potter, og allir koma með góðar hugmyndir til a gera það. Hugsið um þetta, þið hittið Rob og Arthur hér og þeir vísa ykkur á leynilega fundarherbergið. Stundvíslega,” svo gekk hún út og sagði við Ginny Weasley “Þakka þér fyrir, þú gafst mér nýja liðsmenn, ertu ekki a spá í koma líka í liðið”. Ginny leit á Harry en sagði svo “Hvað vantar í þig Amanda, þú ert á móti Harry Potter, án hans væri Voldermort en við völd. Þakkaðu honum a þú hafir ekki verið drepin af Voldermort,” svo rauk hún út. Harry horfði furðulostinn á eftir henni. Hún kom ekki í mat en Harry fékk uglu frá Hagrid í matsalnum sem hann las upphátt fyrir Ron og Hermione:

“Harry.
Ginny er hér hún er eitthvað a fjasa um hendi, andlit og Harry Potter. Komdu eins fljótt og þú getur.
Hagrid.”

Hann og Hermione flýttu sér a borða, en Ron glápti bara eitthvað út í loftið og gekk svo til Amöndu og settist hjá henni.
Í annað skipti þennan dag greip Harry um höfuðið en í þetta skipti blótaði hann: “Andskotans, helvítis, djöfulsins, hvað hefir komið fyrir Weasley,” en honum til mikillar skelfingar stóð Amanda fyrir aftan hann og sagði smeðjulega: “Kannski vilja þau breyta til, losna undan kúgunni og komst út í frelsið, burt frá Potter.
Komið, við höfum verk að vinna, við verðum að berjast fyrir réttlæti,” síðustu orðunum beindi hún a Fred, George, Ron, Arthuri, John, Jennu og Rob sem fylgdu henni eins og vélmenni. Hermione leit með hatursaugnaráði á þau og stundi þungan. “Hey, sagðir þú ekki a Amanda hefði fundist heima hjá þér. Þetta er ekki Amanda, þetta er einhver sem vill klekkja á mér, og sérðu hvaða brögðum hann beitir, hann gerir Weasley fjölskylduna klikkaða svo hún hlýði henni, svo er hann að reyna að skemma fyrir þér svo þú farir heim, manstu hvað hún er dónalega og vond við þig. Næst reynir hún örugglega a láta reka Hagrid eða Dumbledore. Ég verð að komast að því hver hún er áður en hún gerir mig vinalausan. Það er nóg a vera vinalaus í Runnagerði,” sagði Harry og um leið fékk hann sting í örið, en hann sagði engum frá því, ekki einu sinni Hermione.
Harry og Hermione ruku til a hitta Ginny eftir matinn en Hagrid sagði a hún hefði farið með Amöndu. Þau höfðu ekki tíma til a hugsa um það því þau áttu a mæta í tíma í vörnum gegn myrkru öflum. Þegar þau komu var enginn mættur nema Dumbledore þeim til mikillar furðu. “Það hefur komið upp vandamál, Julius getur ekki kennt hér lengur, vegna dóttur hans sem lamaðist. Ég gat ekki fundið neinn annan svo ég ætla bara a biðja ykkur um a þola gamla karlræfilinn þangað til ég finn nýjan kennara,” sagði hann. Hermione æpti upp yfir sig og svo sagði hún: “Þú þarft ekki a finna nýjan kennara kenndu okkur bara allan veturinn, jafnvel lengur.”
Tíminn gekk vel, Hermione fékk 50 stig fyrir Gryffindor og var mjög ánægð með sig. Eftir tímann hafði Harry hálftíma til a undir búa sig fyrir Quidditch-æfingu, en það var nægur tími til að komast að því að allt Qdidditch-liðið hafði gengið í lið með Amöndu, reyndar allir í Gryffindor, nema Hermione, hún var enn með honum og hann vonaði innilega a það breyttist ekki.
Á Quidditch-æfingu var ekkert yrt á hann, honum fór a líða eins og á 1.ári þegar hann tapaði 150 ásamt Neville og Hermione, í einu.
Þegar hann var á leið í töfrabragðatíma leit hann á stiginn og sá a Gryffindor var með 365 stig, 150 stigum meira en Slytherin. Þegar hann var næstum komin framhjá stigunum sá hann a 20 stig bættust við hjá Gryffindor, og það gladdi hann. Þegar hann kom í töfrabragða tíma var enginn nema hann, Flitwick prófessor og Hermione mætt, en allir á sama ári og hann í Slytherin og Gryffindor ættu a vera þarna. Hann sagði Hermione frá upphvötun sinni um a Amanda sé ekki Amanda, en hún sagði honum að sýnast rólegur og afslappaður, því þá heldur hún a henni takist ekki að gera þér neitt og þá hættir hún vonandi þessum kjánaskap.

Um kvöldið þegar hann fór að sofa hugsaði hann um hver Amanda væri. Honum datt bara 1 í hug en hann reyndi að ýta því frá sér. Það var of klikkað til a vera satt.
Um nóttina dreymdi hann a Hermione væri allt í einu líka á bandi Amöndu, og allir í Gryffindor og Slytherin gengu í hring í kringum hann. Hringurinn þrengdist og þrengdist þangað til Harry rétt náði a anda og þá byrjuðu þau a berja hann með mótmælendaspjöldum sem stóð á
NIÐUR MEÐ POTTER.
LOSNUM VIÐ VIÐBJÓÐIN.
POTTER POTTER
LOSUM OKKUR VIÐ POTTER.
Og fullt fullt í viðbót. Loks þegar hann hélt a allt væri búið var hann galdraðu með tröllatungu sem allir klíndu einhverju ógeði á. Hann vaknaði í svitabaði, eða réttara sagt svita- og lúsabaði, því fullt lúsum hafði verið hellt í rúmið hans. Viðbjóðslegum lúsum. Hann þekkti þetta samt nokkuð vel, Dudley hafði einu sinni pínt hann til a borða lýs. Harry fékk hroll við það eitt a hugsa um það. Hann vildi svo sannarlega ekki gera það aftur, enda lýs ekkert lostæti.


6.kafli Alvöru Amanda

Harry svaf ekkert meir þessa nótt. Hann vonaði að fyrrverandi vinir hans væru aftur orðnir vinir hans. Sérstaklega Ron. Hann Ron og Hermione voru partur af hvort öðru. Einn partinn mátti ekki vanta því þá gengi þetta ekki upp, og um leið og Ron vaknaði þaut Harry til hans og sagði:
“Blezaður, svafstu vel eftir erfiða daginn í gær.” Ron leit á hann furðulostinn en sagði svo eins og vélmenni:
“Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu. Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu. Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu…….” Harry flýtti sér niður í mat. Hann vonaði að Hermione sæti enn við endann hjá honum, og þar var hún með miklar fréttir að færa: “Ég vakti í nótt, og sá hvað Amanda gerði. Hún gekk að rúmunum hjá öllum og stráði einhverju óþekkjanlegu dufti yfir alla. Þegar hún kom að mínu rúmi stansaði hún og tautaði
“meira hjá henni, venjulegur skammtur virkar ekki á hana því hún elskar Harry”
og svo hellti hún fullt af þessu dufti yfir mig, en ég búin að búa mig undir það með því að galdra mig ónæma fyrir öllu dufti. Þegar hún var búin að því fór hún inn í ykkar svefnsal og stráði örugglega líka yfir ykkur. Svo fór hún í Quidditch-geymsluna og stráði yfir kústana hjá öllum nema þér. Hún er örugglega á vegum Voldermorts. Hún lætur til sín taka ef Dumbledore fer eitthvert, og hún ætlar að koma honum í burtu.” Harry hafði hlustað þögull á þessa ræðu en sagði núna:
“Voldermort, Amanda er rauðhærð, Amanda er freknótt, Amanda er…,”
en hann komst ekki lengra því hún sagði kuldalega fyrir aftan hann:
“Varstu bara að fatta það núna Potter, komum frá þeim vitskerta,” síðustu orðunum beindi hún að öllum í Gryffindor, fyrir utan Hermione og Harry. Svo tautaði hún fyrir munni sér
“Hvað þarf hún mörg korn.” “Afsakið varst að tala við mig. Ef þú varst ekki að því skaltu vita að ég veit um brellurnar þínar Hr. Bengston,” sagði Hermione og sýndi Amöndu puttann. Amanda tautaði eitthvað um bull og slettirekuskap og flýtti sér svo í burtu.
“Bull hún sem er nú að tala svo satt og rétt mál, Hr. Bengston, eða ætti ég að segja þjónn þans sem ekki má nefna, eða duftdreifara. Hvað viltu að ég kalli þig.” sagði Harry þá.
“Amanda væri fínt,” var svarið sem Amanda gaf honum, hryssingslega.
“En það var ekki í boði þjónn Voldermorts, eða ég hélt ekki, eða misskildi ég Hr. Bengston,” sagði Hermione angurblítt.
“Þegiðu krakkaskratti eða þú hefur verra af öskraði Amanda yfir salinn svo allir heyrðu. Allir snéru sig úr hálslið til að sjá hvað væri um að vera, en Amanda sem hafði áttað sig á mistökunum sagði:
“Við erum að æfa fyrir leikrit, ekki flott.” Það virkaði betur en Amanda vonaði því allir héldu áfram að borða, nei ekki allir, því maður að nafni Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore horfði grunsemdar augnaráði á Amöndu þegar hún sá ekki til. Dumbledore vissi að Amanda var í tíma hjá McGonagall og bað hana um að senda Amöndu til sín. Þegar Amanda kom í dyrnar hjá Dumbledore virtist hún svo saklaus, en Dumbledore vissi af reynslunni að hún gæti verið verri en ýmsir þó hún liti sakleysislega. Hann sagði:
“Komdu inn og lokaðu, því ég þarf að ræða við þig alvarlegt mál. Ég fékk sent bréf frá Amöndu sem virðist víst hafa verið bundin úti í garði allt skólatímabilið. Hún sagði mér í bréfinu að Hr. Bengston, leiðinlegur nágranni sinn hefði lokkað sig út í garð og svo galdrað sig í líkama hennar. Svo hefði hann farið inn og þóst vera hún og nú spyr ég hvernig stendur á þessu Hr. Bengston.” Þegar Dumbledore lauk máli sínu var næstum liðið yfir Hr. Bengston. Dumbledore flýtti sér að segja: “Kverettinuo” og við það breyttist Hr. Bengston úr Amöndu í sjálfan sig.
“Hvað hefurðu þér til málsbóta áður en við færum þig fyrir rétt sem sker úr um hvenær þú ferð í Azkaban. Hvernig lýst þér á?” spurði Dumbledore. “Arrrg, þetta er allt honum að kenna, arrrg, hví tókst meistara ekki að drepa hann þegar hann var barn, þá væri hann núna almáttugur, og laus við hann, arrrg,” sagði John Bengston.
“Hvað varstu að segja?” spurði Dumbledore, en John muldraði bara eitthvað. En þá sagði Dumbledore:
“Eins gott að ég setti játunarlesarann minn af stað, því þá er ég með sönnun, en hugulsamt af þér að játa.” Nú var John orðinn eins og aska í framan, og Dumbledore fannst best að fara að drífa sig af stað með hann í Galdramálaráðuneytið til að fá dómsúrskurð.
Svo hripaði hann niður uglu til McGonagall um að galdra alla nemendur skólans þannig að duftið hætti að virka.

Harry, Hermione og Ron voru núna í tíma í vörnum gegn myrku öflunum. Þau voru búin að fá nýjan kennara, Bill Weasley, sem var hættur að vinna fyrir Gringottbankann og starfaði nú sem kennari þeirra. Allt í einu flaug Hedwig inn um gluggann með bréf til Harrys. Harry bað Bill um leyfi til að lesa bréfið og var það auðfengið.

Harry, Hermione og Ron
Amanda er á leiðinni í lestinni. Ég gef ykkur leyfi úr þeim tíma sem þið eruð í kl:13:00, því þá verður hún kominn og þið ætlið að taka á móti henni og sýna henni kastalann. Farið með dótið hennar inná skrifstofuna mína. EKKI sýna henni Gryffindor-turninn því flokkunnar athöfnin á henni verður í kvöld, og því ekki víst að hún verði í Gryffindor.
Dumbledore

Hermione faðmaði Harry og leit svo á Ron sem færði sig með viðbjóði. Svo gengu þau til Bills og sýndu honum bréfið. Hann gaf þeim frí þótt klukkan væri 2 mínútur í, hann sagði að ekki veitti af móttökudeildin mætti ekki verða of sein. Svo hlupu þau af stað, og rétt náðu á réttum tíma. Þau sáu lestina koma fyrir hornið á Hogwart og út gekk Amanda, róleg, falleg, kurteis og á engan hátt eins og Hr. Bengston í gervi hennar, ekki furða að Hermione hafi farið að gruna eitthvað.
Hermione hljóp til hennar og tók dótið hennar og hlóð á strákana. Svo hljóp hún og knúsaði hana svo það var eins og augun ætluðu útúr hausnum á henni. Að lokum kynnti hún hana fyrir strákunum. Amanda heilsaði Ron með kurteisilegu handabandi og sagði með hljómþýðri rödd:
“Ron Weasley, Hermione hefur sagt mér svo mikið um þig og hve góður þú ert í Quidditch, ertu ekki annars gæslumaður.”
“Ha..,jú,” sagði Ron aulalega og vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera gagnvart henni. Þegar hún var kynnt fyrir Harry sagði hún:
“Harry Potter, ég hef heyrt svo mikið um þig, í blöðunum og Hermione sagði mér líka mikið. Hvernig þú sigraði þann sem ekki má nefna sem smábarn, sigraðir hann aftur á 1 ári, á 2 ári, sigraðir vitsugur á 3 ári, sleppur á fjórða og fimmta ári úr greipum hans. Þú ert líka frábær leitari, eða svo sagði Hermione,”
“Jááá, en það er ekki neitt merkilegt,” sagði Harry og roðnaði. “
Hvaða vitleysa, það er merkilegt,”sagði hún og horfði saklausa fallega augnaráðinu sem hann hafði svo oft séð hjá Hermione og hugsaði hvernig væri hægt að binda svona manneskju. En hann fékk ekki að hugsa um það lengi því hann þurfti að fara með dótið sem Amanda kom með upp á skrifstofu Dumbledores. Svo fóru þau að skoða kastalann. Þau tóku sér nægan tíma til að skoða hvern stað, þau skoðuðu jafnvel kennslustofurnar. Þau bönkuðu bara, og sýndu bréfið frá Dumbledore og allt gekk eins og í sögu, en þegar Amanda var svo niðursokkin í að hlusta horfði hún ekki nógu og vel fram fyrir sig og gekk á vegg. Allir hlógu, en hæst hló Amanda, mildum hlátri og Ron hugsaði á þessari sekúndu, ef ég væri jafngamall henni væri ég skotinn í henni, en hún svo ung að það virkar ekki, mig langar líka meir að byrja með Hermione, en hún vill það örugglega ekki, og þessi ekki heldur ef við værum jafngömul. Og svona hugsaði hann lengi þangað til hann gekk sjálfur á eitthvað, vegg að hann hélt, en þegar hann stóð upp stóð Crabbe yfir honum og spurði ógnandi röddu:
“Hvers vegna varstu að labba á mig?” Ron svaraði ekki því Amanda sagði angurblítt:
“Hann bara sá þig ekki, hann gáir betur að sér næst, en ertu þú þessi Neville Longbottom?”
“Huu,” sagði Crabbe og rauk í burtu.
“Þetta var Crabbe, í Slytherin,” sagði Hermione og enn eitt hláturskastið byrjaði. Þegar Amanda náði sér eftir hláturskastið sagði hún:
“Nú skil ég af hverju hann var svona aulalegur þegar ég spyrði, eða er ekki Slytherin heimavist þú veist hvers?”
“Kallaðu hann bara Voldermort það er betra. Já það er heimavistin hans, og allir þar líkjast honum, eða vilja það.” Ron sem hafði ekki lagt neitt til málanna sagði allt í einu:
“Hæ, ég er Draco Malfoy og ég má gera hvað sem ég vil. Pabbi minn er nefnilega ríkur.”
“Já eitthvað annað en þinn, notaðar bækur, notaðar skikkju og notaður töfrasproti,” sagði Draco ískalt fyrir aftann hann.

7. Aldrei aftur Dursley

Amanda horfði haturs augnaráði á Draco en sagði síðan:
”Fyrst þú ert svona líkur ríka föður þínum, sem hjálpaði þér að kaupa þig inn í Quidditch-liðið hjá Slytherin og ofdekrar þig. Sýndu það þá.
Fyrst þú ert svona líkur Voldermort, sem framdi fjölda morð, drap meðal annars foreldra Harrys, en tapaði fyrir Harry. Sýndu það þá.
LÁTTU OKKUR Í FRIÐI,” síðustu orðin öskraði hún.
“Litli sæti blóðníðingur á ég ekki að galdra úr þér augun,” sagði Draco ergilega.
“Þó þetta sé fyrsti dagurinn minn get ég margt. Exprimentsensoy,” allt í einu byrjaði Draco að syngja eins og fyllibytta.
“Hvað er í gangi?” spurði Mcgongall sem kom rétt í þessu, “þú ert snillingur, Amanda, þó það sé bannað að galdra á göngunum. Í kvöld þegar búið er að setja þig í heimavist veiti ég heimavistinni þinni 50 stig fyrir að þú komst hingað og 15 stig fyrir galdurinn, en tek af þér 10 stig af því þú galdraðir á göngunum. Það styttist í matinn, drífið ykkur. Amanda þú situr hjá Dumbledore, þú átt að fara núna á skrifstofuna hans, en þið í salinn, af stað,” bunaði McGonagall út úr sér.
Þegar þau komu í salinn blöstu við 4 borð sem svignuðu undan kræsingum. Hermione, Harry og Ron ætluðu að setjast á endann þegar Ginny kallaði á þau og sagði þeim að koma. Ron og Hermione urðu eins og tómatar þegar allir í Gryffindor stóðu upp og byrjuðu að klappa fyrir þeim, en Harry stóð upp og klappaði með þeim. Loks kallaði Dumbledore:
“Vegna óviðráðanlegra ástæðna var einn nemandinn að koma í dag, Amanda Granger, frænka Hermione Granger. Hún er búin að vera bundin úti í garði heima hjá sér í 2 vikur meðan óprúttinn aðili, Hr.Bengston, fór um skólann og kom af stað uppreisn gegn Harry í gervi hennar, hún sem var búin að hlakka svo til að koma í skólann og svo er farið með hana svona. Við megum teljast heppin að hún vildi koma hingað eftir þessi ósköp, og það er til mikils að vinna að fá hana á sína heimavist, því McGonagall veitir heimavistinni hennar 50 stig fyrir að hún kom aftur 15 stig fyrir að geta galdrað erfiðan galdur án þess að hafa farið í tíma og tekur frá henni 10 stig fyrir að galdra á göngunum. Þannig Gryffindor, Slytherin, Ravenclaw eða Huffelpuff græðir 55 stig. Einnig fær Gryffindor 45 stig af því að Harry þoldi að vera í skólanum og hætti ekki. En nú er komið að okkar ástsæla flokkunarhatti.” Lófatakið í salnum hefði ært heilan hóp risa. En nú byrjaði flokkunarhatturinn að syngja:

“Hogwart nemi hugsaðu,
því vandræði hér verða.
Hugsaðu Amanda, hugsaðu
og vertu mjög varkár í Hogwart.

Þú hættu lentir í heima hjá þér,
meiri hættur leynast í Hogwart hér.
Þú þarft ekki að trúa frekar en þú vilt
í Hogwart er það ekki skilt.

Í Hogwart Albus Dumbledore ræður
Og reglum hans þú fylgir alltaf hér.
Kennarar þér geta gefið stig
En þeir mega einnig taka.

Ef þú fylgir ekki þessum reglum,
Þá ertu á rangri braut í Hogwart lífinu.
Þú verður þá að gerast aftur muggi,
Og aldrei galdra, svei, svei, svei, svei, svei.

Slytherin tekur slægar slöngur,
Gryffindor gáfaða og hugrakka,
Ravenclaw mun alltaf taka gáfaða,
Og Huffelpuff þá sem hinir vilja ekki.

Hvar vilt þú lenda, litla Amanda
Huffelpuff eða Ravenclaw,
Slyherin eða kannski Gryffindor.
En eitt er víst þú lendir þar sem þú lendir.”

Þegar hatturinn hafði lokið söngnum var grafarþögn en loks sagði McGonagall:
“Granger Amanda,” Amanda gekk að kollinum, rjóð í vöngum og setti á sig flokkunarhattinn
“erfið ákvörðun, mikið vit, mikill kjarkur, stúlka góð, ég held þú eigir heima í GRYFFINDOR!” síðustu orðinn öskraði flokkunarhatturinn yfir salinn, Amanda stóð upp, og gekk að Gryffindor borðinu, og settist við hliðina á Ron á móti Hermione og Harry,
“Jezzz, Amanda þú ert snillingur, þú komst til mín, þú hlýtur að slá mig út,” sagði Hermione og hljóp hinum megin við borðið og knúskyssti Amöndu, sem gerði enga tilraun til að komast undan, heldur gerði það sama við hana. Ron sagði:
“Viljið þið tvær ekki bara sitja hlið við hlið ég skal sitja hjá Harry,” hann beið ekki eftir svarið heldur settist hjá Harry.
Eftir matinn spurði Hermione Ron hvort hann nennti að fylgja Amöndu upp í Gryffindor-turn því Flitwick prófessor þyrfti að tala við hana.
“Hvað heldurðu, hún er fyndin og skemmtileg og ég er hvort sem er að fara upp í turn svo hún getur alveg fengið að fljóta með,” sagði Ron.
“Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda a þú værir skotinn í henni,” sagði Hermione og skildi Ron eftir rauðari í framan en hárið á sér. Harry fattaði fljótt hvað var í gangi og bað Amöndu að koma, þeir ætluðu að sýna henni Gryffindor-turninn, en því miður gætu þeir ekki sýnt henni svefnsalinn því þar mættu aðeins stelpur fara inn svo að Hermione yrði að sjá um það. Amanda sætti sig glöð við það, og bað þá um að bíða meðan hún næði í dótið sitt inn á skrifstofu Dumbledores. Þegar hún kom var Dumbledore að koma útaf skrifstofunni með dótið, hann rétti henni það en fór svo aftur inn.
“Hvernig vissi hann?” spurði Amanda næstum jafnaulaleg og Draco varð þegar Hermione og Neville voru með upptökutækið.
“Hann veit allt, þannig er það bara,” sagði Harry. “Ég þyrfti að vera þannig, þá hefðir þú ekki þurft að þola allt þetta,” sagði Amanda við Harry, “og þú hefðir ekki þurft að vera svona skömmustulegur núna, því þú hefðir ekki svikið Harry,” hélt hún svo áfram en í þetta skiptið beindi hún orðum sínum að Ron sem var greinilega feginn að hún vissi ekki um raunverulegu ástæðuna. Þegar þau komu upp að málverkinu af feitu konunni sagði Harry “Kræklingur,” og feita konan fór frá. Þegar inn var komið sagði Harry: “Þetta er setustofan, hér mega bæði strákar og stelpur vera. Hér má læra eða hafa gaman. Þarna er gengið upp í stelpnasvefnsalinn, eða svefnsalinn þinn, þar mega strákar alls ekki fara, og þarna er okkar svefnsalur, þú mátt ekki fara þangað. Já þá er allt komið.”
“Þakka ykkur fyrir, Hermione sagði að þið væruð skemmtilegir, en ég vissi ekki að hún væri að tala um svona skemmtilega. Vel á minnst, á annar ykkar uglu, ég lofaði að ugla heim,” sagði Amanda.
“Við eigum báðir uglu, en Hedwig er í sendiför, svo eru líka uglur í turnhúsinu,” sagði Harry.
“Ég vel aðeins uglur sem ég treysti,” sagði Amanda, “má ég fá þína, Weasley,” síðustu orðunum beindi hún að Ron sem varð rauðari en allt rautt og svaraði
“Ef þú vilt hún er upp í ugluturni, ég skal fylgja þér.” En þá kom Hedwig fljúgandi með bréf í gogginum.
“Jezzzz, bréfið er komið, vonandi, vonandi leyfa þau það,” æpti Harry og reif upp bréfið. “Jezzz,”æpti hann enn hærra.
“Hvað?” spurðu Amanda, Ron og Hermioene, sem nú var komin. Harry las bréfið fyrir þau:

“Harry Potter.
Auðvitað máttu flytja frá okkur, frændi þinn og ég vorum guðslifandi feginn, sérstaklega eftir það sem kom fyrir Dudley. Þú færð þá aldrei að koma hingað aftur.
Kv.Petunia
P.S. Sendu mér uglu um hvort þú samþykir þetta.”

Þegar Harry hafði lokið lestrinum var dauðaþögn þangað til Hermione spurði:
“Hvert flyturðu þá?”
“Annað hvort hjá Dumbledore eða fæ einhvern til að taka mig að sér, reyndar var það Dumbledore sem átti hugmyndina,” sagði Harry og andlit hans ljómaði. “Ég fer til hans og segi að þetta hafi verið samþykkt, en fyrst verð ég að senda ugluna” sagði Harry skrifaði orðsendingu til Petuniu og hljóp af stað upp í ugluturn með Hedwig á handleggnum, tilbúinn að flytja frá Dursley. Þegar hann kom upp í ugluturn sendi hann Hedwig af stað. Svo hljóp hann niður til skrifstofunnar hjá Dumbledore.



8.Ástkær Amanda

Þegar hann kom að skrifstofunni, stóð Dumbledore fyrir utan með fullt af spjöldum, “Viltu heimili hjá góðu galdrafólki, komum fyrst á bókasafnið,” sagði Dumbledore, og þeir lögðu af stað á bókasafnið og létu bunka af spjöldum á borðið, svo í matsalinn ,og loks fóru þeir í allar kennslustofurnar, og hengdu á auglýsingatöfluna, svo létu þeir Lúnu sjá um að koma inn í Ravenclaw og Hönnuh um að koma inní Hufflepuff, en slepptu Slytherin, því Harry var í nöp við alla í Slytherin. Svo fór Harry með inn í Gryffindor.
Sama dag buðust Ron, Hermione og Amanda til að spyrja heima hjá sér. Harry lánaði Hedwig til að fara til Amöndu, Ron notaði sína og Hermione valdi uppáhaldsugluna sína úr ugluturninum, Hermione fannst að þau ættu að lesa bréfin sín upp fyrir hvort annað til að gefa hvort öðru hugmyndir. Hún ákvað að byrja:

“Elsku mamma
Ég vona að þú hafir það gott og allt svoleiðis, en ég kem mér beint að efninu. Harry er að leita sér að fólki sem vill taka hann að sér og mér datt við í hug. Gerðu það, hann þvælist ekki fyrir.
Kveðja Hermione.”

Næst var Amanda:

“Mamma manstu strákinn sem Hermione sagði þér frá, Harry Potter. Hann vill fá almennilega foreldra viltu taka hann af þér ef hann vill. Þá verðum við vonandi örugg frá þú veist hverjum eða Voldermort eins og ég er farinn að kalla hann.
Þín dóttir Amanda Granger.”

Svo var komið að Ron:

“Kæra mamma
Hvernig hefurðu það, það er allt í góðu hér. Harry er loksins laus við muggana og þarf ekki að búa hjá þeim lengur. Hann er í skýjunum, en honum vantar heimili. Getur hann fengið að búa hjá okkur, hann getur fengið að sofa inni hjá mér, hann þvælist ekkert fyrir, gerðu það. Hann hefur gist hjá okkur, hann þvældist ekkert fyrir þá.
Kv. Ronald Weasley.”

“Ég get líka borgað eitthvað til heimilisins, ég á fullt af peningum,,” sagði Harry. Svo fóru allir saman upp í ugluturn.
Á leiðinni mættu þau Draco, Crabbe og Goyle. “Nei, ertu laus við muggana, en heppinn,ég skal taka þig að mér ef þú hættir í Quidditch-liðinu, gefur mér galdrakústinn þinn, hjálpar mér að losna við alla blóðníðinga og þá fátæku úr Hogwart, vísar mér svo á fjársjóðinn, gefur mér hann og pússar skóna mína, og vinnur verkin ásamt húsálfunum, og leyfir Voldermort að drepa þig næst þegar hann reynir það,” sagði Draco.
“Ég er þegar búinn að finna mun betra heimili með betri skilyrðum, en ég leita að fjörugra,” svaraði Harry kuldalega.
“Hver tekur svona aumingja að sér, annar en aumingi?” spurði Draco og hnussaði.
“Líttu aftur fyrir þig, þar er svarið,” svaraði Harry, og Draco til mikillar skelfingar stóð Dumbledore fyrir aftan hann og sagði með þumuraust
“Harry, geturðu komið við hjá Snape á leiðinni upp í ugluturn, hann er í kennslustofunni að fara yfir verkefni. Draco Malfoy, þú kemur með mér, NÚNA!”
“En Herra…,” sagði Draco aumingjalega.
“Ekkert en, þú vanvirtir nemanda skólans, skólastjórans og þú færð refsingu fyrir það,” sagði Dumbledore frekar reiður og dró Draco á eftir sér.
Harry, Amanda, Hermione og Ron hlupu hlæjandi af stað. Þegar þau komu að kennslustofunni bankaði Harry laust á hurðina. Snape hratt hurðinni hranalega upp og sagði byrstur
“Hvað viljið þið?”
“Dumbledore prófessor bað okkur um að koma, Draco Malfoy vanvirti hann, mig, Amöndu, Hermione, Ron og alla sem eru ekki með hreint blóð,” svaraði Harry grafalvarlega.
“Guð minn góður,” sagði Snape og hljóp af stað. Stuttu seinna kom hann aftur og læsti kennslustofunni. Þá lögðu þau af stað aftur, þau höfðu verið hálftíma og ekki enn komin, en leiðin tók venjulega tíu mínútur. Þau komust samt ekki alla leið strax, því þegar þau gengu framhjá skrifstofu Dumbledores opnuðust dyrnar og út kom Dumbledore, með Hr. Malfoy á eftir sér, “Sko, hér hef ég vitni,” sagði Dumbledore, og hélt svo áfram “þú skilur auðvitað að það verður að reka hann úr Quidditch-liðinu. Hann situr eftir hjá mér hvert kvöld í 2 mánuði í 3 tíma og eftir það fægir hann verðlaunagripina á göngunum. Hér skrifarðu undir, að þú samþykir þetta, annars rek ég hann.”
“Ég veit þetta er gróft brot, en hann þarf ekki þessa refsingu, ég neita að skrifa undir,” svaraði Hr. Malfoy.
“Draco, farðu upp að pakka,” kallaði Dumbledore. “ Nei, ég skrifa undir,” sagði Hr. Malfoy, “Ekki hlíða honum Draco,” bætti hann síðan við lágum rómi.
“Krakkar, getið þið farið með þetta bréf upp í ugluturn í leiðinni og sent með Drekjiss,” sagði Dumbledore og beindi nú orðum sínum til krakkanna, “Það er til Frú Figg,” bætti hann við glettinn.
“Það er að segja ef við höfum tíma, við eigum að mæta í töfrabragðatíma eftir hálftíma og við verðum að komast til baka í Gryffindor-turn að ná í skikkjurnar,” sagði Ron. “Já, og ég er að fara í tíma í Vörnum gegn myrkru öflunum, hver kennir annars þar?” spurði Amanda.
“Það mun vera ég þar til ég finn almennilegan kennara,” svaraði Dumbledore Amöndu,
“og ég segi Flitwick prófessor að þið gætuð orðið sein,” bætti hann við og beindi orðum sínum að þremenningunum, sem voru greinilega fegnir. “Samt vil ég ekkert slór,” sagði Dumdledore, “vonandi samþykja foreldrar einhvers af ykkur að taka hann að sér, hann verður nú að losna við karl eymingjann einhvern tímann,” bætti hann við og hló góðlátlega.
“Sjáumst,” sagði Amanda og þau hlupu af stað. Þegar þau komu upp í ugluturn, sendu Ron og Amanda bréfin sín samstundis af stað, meðan Harry og Hermione fundu uglurnar og sendu bréfin af stað. Svo flýttu þau sér upp í Gryffindor-turn að ná í sprotana og skikkjurnar sínar.
Þegar Amanda mætti í tíma í vörnum gegn myrku öflunum var tíminn alveg að fara að byrja. “Jæja Gryffindor og Slytherin nemar getur einhver sagt mér hvernig maður kallar á hjálp í miklum vandræðum, töfrasprotalaus?” spurði Dumbledore. Höndin á Amöndu skaust upp, “Er Amanda sú eina sem veit þetta, jæja Amanda segðu okkur svarið,” sagði hann þegar hann sá höndina. “Maður er alveg rólegur og hugsar til besta vinar þíns, sem hefur gengið í gegnum margt með manni, og þá finnur manneskjan til og veit af vandræðunum og verður til þess að manni verður bjargað,” svaraði hún. “Fimm stig fyrir Gryffindor,” sagði Dumbledore og Amanda brosti. Tíminn virtist líka ætla vera henni í haginn, hún vann sér inn 30 stig, en enginn annar fékk stig í tímanum.
Það gekk líka mjög vel hjá Hermione sem vann 20 stig, Ron 5 og Harry 15.
Þegar þau hittust eftir tímana komust þau að því að þau hefðu fengið 70 stig samtals og fóru sæl og glöð í kvöldmatinn. Þau voru fyrst að koma þangað af nemendunum, fyrir utan Draco, sem